Sá stærsti og besti lagður af stað Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 10:34 James Webb geimsjónaukinn á leið frá jörðinni. NASA James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í gær og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdakrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni. Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Í tilkynningu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að stefnubreytingin hafi tekið um 65 mínútur í nótt. Það var nauðsynlegt því auk þess að breyta stefnu sjónaukans þurfti að auka hraða hans einnig. Í geimskotinu í gær var markvisst passað upp á það að JWST færi frá jörðinni á minni hraða en sjónaukinn þyrfti til að komast að Lagrange-punkti 2. Success! #NASAWebb s first mid-course correction burn helped fine-tune Webb's trajectory toward its orbit around the second Lagrange point, a million miles (1.5 million km) from Earth: https://t.co/fCx9tOm7ZI#UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/1fb7EGbzE9— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 26, 2021 Hægt er að auka hraða JWST en ómögulegt er að hægja á honum. Það er vegna þess að til þess að hægja á honum þyrfti að snúa sjónaukanum og speglum hans í átt að sólinni. Það myndi hita hann of mikið og eyðileggja. Má ekki hitna JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. Notaður til að rýna í uppruna alheimsins Þessar stjörnur og vetrarbrautir sem þær mynduðu eru í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast hingað að við gætum séð hvernig þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, fylgdist um tíma með smíði sjónaukans. Í nýlegu viðtali við Vísi sagði hann að JWST myndi gjörbylta geimrannsóknum á næstu tíu árum. Næstu skref JWST eru að virkja loftnet sjónaukans, breyta aftur um stefnu og í kjölfarið byrja uppsetningu sólarskjaldar sjónaukans. Ansi margt þarf að ganga fullkomlega upp til að koma JWST á réttan stað í starfhæfu ástandi. Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í gær og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdakrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni. Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Í tilkynningu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að stefnubreytingin hafi tekið um 65 mínútur í nótt. Það var nauðsynlegt því auk þess að breyta stefnu sjónaukans þurfti að auka hraða hans einnig. Í geimskotinu í gær var markvisst passað upp á það að JWST færi frá jörðinni á minni hraða en sjónaukinn þyrfti til að komast að Lagrange-punkti 2. Success! #NASAWebb s first mid-course correction burn helped fine-tune Webb's trajectory toward its orbit around the second Lagrange point, a million miles (1.5 million km) from Earth: https://t.co/fCx9tOm7ZI#UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/1fb7EGbzE9— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 26, 2021 Hægt er að auka hraða JWST en ómögulegt er að hægja á honum. Það er vegna þess að til þess að hægja á honum þyrfti að snúa sjónaukanum og speglum hans í átt að sólinni. Það myndi hita hann of mikið og eyðileggja. Má ekki hitna JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. Notaður til að rýna í uppruna alheimsins Þessar stjörnur og vetrarbrautir sem þær mynduðu eru í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast hingað að við gætum séð hvernig þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, fylgdist um tíma með smíði sjónaukans. Í nýlegu viðtali við Vísi sagði hann að JWST myndi gjörbylta geimrannsóknum á næstu tíu árum. Næstu skref JWST eru að virkja loftnet sjónaukans, breyta aftur um stefnu og í kjölfarið byrja uppsetningu sólarskjaldar sjónaukans. Ansi margt þarf að ganga fullkomlega upp til að koma JWST á réttan stað í starfhæfu ástandi. Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira