Fyrstu orð Eriksen eftir að hjartað stöðvaðist: „Hvað í fjandanum gerðist?“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:00 Það tóku við taugatrekkjandi mínútur hjá öllum þeim sem sáu Christian Eriksen hníga niður á EM í sumar, ekki síst liðsfélögum hans sem mynduðu hring um hann á vellinum. Getty/Friedemann Vogel Liðsfélagar Christians Eriksen í danska landsliðinu í fótbolta veittu góða innsýn inn í það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar í nýrri heimildarmynd DR um danska landsliðið. Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira