Leiðrétta misskilning um hágæslurými Landspítalans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 17:21 Landspítalinn segir miskilnings gæta um hágæslurýmin. Þau séu ekki í stöðugri notkun, heldur ráðist nýting þeirra af þjónustuþörf sjúklinga hverju sinni. Vísir/Vilhelm Nýlega voru opnuð tvö hágæslurými á Landspítalanum á Hringbraut og til stendur að opna tvö til viðbótar í Fossvogi við fyrsta tækifæri. Landspítalinn hefur sent frá sér stutta tilkynningu um rýmin en þar segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um þau. Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild. Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild.
Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06