240 milljónir fóru í ráðherrabílana Snorri Másson skrifar 30. desember 2021 13:01 Ráðherrabílarnir eru flottir, en ekki skattgreiðendum að kostnaðarlausu. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22