Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2021 07:37 Raunin gæti orðið sú að skilgreiningin á fullbólusettur mun breytast í takt við nýjar upplýsingar en það getur haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér. AP/Robert F. Bukaty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira