Fimleikakona aldrei verið ofar í kjörinu en Kolbrún Þöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 12:30 Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins. mummi lú Aldrei hefur fimleikakona, eða fimleikamaður, verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún Þöll Þorradóttir. Kolbrún varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 sem var lýst í gær. Hún fékk 387 stig í kjörinu, 58 stigum minna en handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon. Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum fyrr í þessum mánuði. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn. Þá varð Kolbrún Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sem fyrr sagði hefur einstaklingur úr fimleikum aldrei verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún. Tvisvar hefur fimleikafólk verið í 3. sæti í kjörinu; Rúnar Alexandersson 2004 og Íris Mist Magnúsdóttir 2010. Fjórtán sinnum hefur fimleikafólk verið á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins síðan byrjað var að veita verðlaunin 1956. Kristín Gísladóttir var sú fyrsta en hún hafnaði í 9. sæti í kjörinu 1983. Fjóla Ólafsdóttir varð svo í 4. sæti 1988. Íris Mist Magnúsdóttir var í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2010.fimleikasamband íslands Rúnar komst fimm sinnum á topp tíu listann; 1998 (7. sæti), 1999 (6. sæti), 2000 (8. sæti), 2002 (7. sæti) og 2004 (3. sæti). Valgarð Reinhardsson varð svo í 9. sæti í kjörinu 2018. Elva Rut Jónsdóttir varð í 10. sæti 1999, Sif Pálsdóttir í því níunda 2006 og sjöunda 2014 og Íris Mist varð þriðja 2010 og níunda 2012. Hún var í stóru hlutverki í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum 2010 og 2012. Kolbrún tók við verðlaununum fyrir lið ársins fyrir hönd kvennaliðs Íslands í hópfimleikum.mummi lú Ísland hafði ekki unnið gull í kvennaflokki á EM síðan 2012 þar til Kolbrún og stöllur hennar bundu endi á eyðimerkurgönguna í ár. Ísland hafði endað í 2. sæti á eftir Svíþjóð á þremur Evrópumótum í röð. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins 2021 líkt og 2012 þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn. Samherji Kolbrúnar í kvennaliðinu, Ásta Kristinsdóttir, varð í 14. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins með 31 stig. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, úr karlaliðinu sem vann silfur á EM, varð í 16. sæti með 24 stig. Þau voru bæði valin í úrvalslið EM. Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Kolbrún varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 sem var lýst í gær. Hún fékk 387 stig í kjörinu, 58 stigum minna en handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon. Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum fyrr í þessum mánuði. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn. Þá varð Kolbrún Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sem fyrr sagði hefur einstaklingur úr fimleikum aldrei verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún. Tvisvar hefur fimleikafólk verið í 3. sæti í kjörinu; Rúnar Alexandersson 2004 og Íris Mist Magnúsdóttir 2010. Fjórtán sinnum hefur fimleikafólk verið á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins síðan byrjað var að veita verðlaunin 1956. Kristín Gísladóttir var sú fyrsta en hún hafnaði í 9. sæti í kjörinu 1983. Fjóla Ólafsdóttir varð svo í 4. sæti 1988. Íris Mist Magnúsdóttir var í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2010.fimleikasamband íslands Rúnar komst fimm sinnum á topp tíu listann; 1998 (7. sæti), 1999 (6. sæti), 2000 (8. sæti), 2002 (7. sæti) og 2004 (3. sæti). Valgarð Reinhardsson varð svo í 9. sæti í kjörinu 2018. Elva Rut Jónsdóttir varð í 10. sæti 1999, Sif Pálsdóttir í því níunda 2006 og sjöunda 2014 og Íris Mist varð þriðja 2010 og níunda 2012. Hún var í stóru hlutverki í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum 2010 og 2012. Kolbrún tók við verðlaununum fyrir lið ársins fyrir hönd kvennaliðs Íslands í hópfimleikum.mummi lú Ísland hafði ekki unnið gull í kvennaflokki á EM síðan 2012 þar til Kolbrún og stöllur hennar bundu endi á eyðimerkurgönguna í ár. Ísland hafði endað í 2. sæti á eftir Svíþjóð á þremur Evrópumótum í röð. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins 2021 líkt og 2012 þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn. Samherji Kolbrúnar í kvennaliðinu, Ásta Kristinsdóttir, varð í 14. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins með 31 stig. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, úr karlaliðinu sem vann silfur á EM, varð í 16. sæti með 24 stig. Þau voru bæði valin í úrvalslið EM.
Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira