Innlent

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Kristján Már Unnarsson skrifar
Aðalgígurinn í Fagradalsfjalli fyrr í vikunni. Kvika sást síðast gjósa upp úr honum um miðjan september.
Aðalgígurinn í Fagradalsfjalli fyrr í vikunni. Kvika sást síðast gjósa upp úr honum um miðjan september. Egill Aðalsteinsson

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 

Það þýðir að kvikan hefur á síðustu þremur sólarhringum þrýst sér upp um fjögurhundruð metra en hún var á mánudag talin vera á um tvöþúsund metra dýpi.

Ef kvikan heldur áfram för sinni upp á við með sama hraða, um 130 metrum á sólarhring að jafnaði, segir einfaldur framreikningur að það muni taka hana tólf daga að komast til yfirborðs. Samkvæmt því mætti búast við eldgosi í kringum 11. janúar.

Skjálftar hafa annars verið með minnsta móti á óróasvæðinu síðasta sólarhringinn.


Tengdar fréttir

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt

Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×