Spítalainnlögnum barna fjölgar ört í Bandaríkjunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. desember 2021 20:18 Spítalainnlögnum barna með Covid fjölgar ört í Bandaríkjunum. AP/Nam Y. Huh Spítalainnlögnum barna með Covid fjölgar nú ört í Bandaríkjunum. Innlagnir barna í Bandaríkjunum hafa nær aldrei verið fleiri í kórónuveirufaraldrinum en faraldurinn er í miklum vexti þar í landi. Sérfræðingar hafa áhyggjur af stöðunni enda lítill fjöldi barna bólusettur. Yfir hátíðarnar lögðust rúmlega 300 börn inn á spítala á dag sem er 58% meira en var í vikunni fyrir jól. Læknar segja þó að veikindi virðist vægari nú en áður, til dæmis þegar delta-afbrigði kórónuveirunnar var allsráðandi. Börn eru þó enn í miklum minnihluta þeirra sem leggjast inn á spítala vegna veirunnar. Um 14% barna á aldrinum fimm til ellefu ára eru fullbólusett í Bandaríkjunum. Þá eru um 53% barna á aldrinum tólf til sautján ára bólusett sem er ívið hærra hlutfall. Það var ekki fyrr en í nóvember á þessu ári sem bólusetningar á yngri börnum hófust og eiga því mörg börn eftir að fá seinni skammt bólusetningarinnar. Í frétt AP News segir að margir foreldrar hafi áhyggjur af stöðunni enda hafi bólusetning yngri barna farið hægt af stað: „Við höfum skipulagt líf okkar í kringum veiruna síðustu tvö árin og fengum loks að bólusetja barnið okkar, en okkar versta martröð varð að veruleika. Of skammur tími leið og dóttir okkar smitaðist af Covid áður en líkami hennar náði að byggja upp ónæmi,“ segir móðir sex ára stúlku í viðtali við fréttaveituna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Sérfræðingar hafa áhyggjur af stöðunni enda lítill fjöldi barna bólusettur. Yfir hátíðarnar lögðust rúmlega 300 börn inn á spítala á dag sem er 58% meira en var í vikunni fyrir jól. Læknar segja þó að veikindi virðist vægari nú en áður, til dæmis þegar delta-afbrigði kórónuveirunnar var allsráðandi. Börn eru þó enn í miklum minnihluta þeirra sem leggjast inn á spítala vegna veirunnar. Um 14% barna á aldrinum fimm til ellefu ára eru fullbólusett í Bandaríkjunum. Þá eru um 53% barna á aldrinum tólf til sautján ára bólusett sem er ívið hærra hlutfall. Það var ekki fyrr en í nóvember á þessu ári sem bólusetningar á yngri börnum hófust og eiga því mörg börn eftir að fá seinni skammt bólusetningarinnar. Í frétt AP News segir að margir foreldrar hafi áhyggjur af stöðunni enda hafi bólusetning yngri barna farið hægt af stað: „Við höfum skipulagt líf okkar í kringum veiruna síðustu tvö árin og fengum loks að bólusetja barnið okkar, en okkar versta martröð varð að veruleika. Of skammur tími leið og dóttir okkar smitaðist af Covid áður en líkami hennar náði að byggja upp ónæmi,“ segir móðir sex ára stúlku í viðtali við fréttaveituna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira