Mikill erill hjá lögreglu: Hnífstungur, gróðureldar, flugeldaslys og innbrot Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 10:07 Í Garðabæ var tilkynnt um flugeldaslys þar sem sextán ára barn varð fyrir því að flugeldur sprakk nærri honum og er hann hann nokkuð mikið brenndur. Vísir/Egill Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 125 mál eru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær og til klukkan níu í morgun. Talsvert var um tilkynningar um gróðurelda en meirihluti þeirra var um að ræða minniháttar elda. Í tilkynningu frá lögreglu segir að níu séu nú vistaðir í fangaklefum lögreglunnar. Tilkynnt var um tvær hnífstungur í nótt. Sú fyrri var klukkan fjögur í nótt þar sem tilkynning barst um mann sem hafði reynt að stinga mann með tveimur hnífum í hverfi 102. „Tilkynnanda tókst að læsa sig inni í íbúð sinni og var gerandi handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Skömmu fyrir klukkan fimm var svo tilkynnt um aðra hnífstungu, þá í hverfi 108. „Á vettvangi kom í ljós að brotaþolar voru tveir og var árásaraðili handtekinn á vettvangi. Brotaþolar fluttir á slysadeild til aðhlynningar og eru ekki taldir vera í lífshættu. Árásaraðili var að lokinni aðhlynningu á Bráðadeild vistaður í fangageymslu lögreglu.“ Var kominn hálfur inn í íbúðina Lögregla var einnig kölluð út vegna innbrota, meðal annars í verslun á Laugaveginum þar sem rúða hafði verið brotin og farið inn og stolið þremur úlpum. Einnig var tilkynnt um innbrot í verslun í Mörkinni í hverfi 108. Skömmu eftir miðnætti við tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 108. Þar hafði húsráðandi komið að manninum þar sem hann var búinn að brjóta rúðu og var kominn hálfur inn í íbúðina. „Gerandi kom sér í burtu á tveimur jafnfljótum og er málið í rannsókn.“ Reyndi að sparka upp hurð Upp úr klukkan eitt var tilkynnt um mann að sparka upp hurð hjá nágranna þess sem hringdi á lögreglu í hverfi 105. „Þar reyndist vera á ferðinni ofurölvi einstaklingur sem var að fara húsavillt. Hann færður á lögreglustöð til viðræðna og var síðan laus.“ Auk þess þurfti lögregla að sinna ýmsum verkefnum sem sneru að flugeldum, gróðureldum og fleiru. Segir meðal annars frá nokkrum flugeldaslysum og að flugeldar hafi farið inn um glugga í nokkrum húsum og sprungið. Lögreglumál Reykjavík Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu segir að níu séu nú vistaðir í fangaklefum lögreglunnar. Tilkynnt var um tvær hnífstungur í nótt. Sú fyrri var klukkan fjögur í nótt þar sem tilkynning barst um mann sem hafði reynt að stinga mann með tveimur hnífum í hverfi 102. „Tilkynnanda tókst að læsa sig inni í íbúð sinni og var gerandi handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Skömmu fyrir klukkan fimm var svo tilkynnt um aðra hnífstungu, þá í hverfi 108. „Á vettvangi kom í ljós að brotaþolar voru tveir og var árásaraðili handtekinn á vettvangi. Brotaþolar fluttir á slysadeild til aðhlynningar og eru ekki taldir vera í lífshættu. Árásaraðili var að lokinni aðhlynningu á Bráðadeild vistaður í fangageymslu lögreglu.“ Var kominn hálfur inn í íbúðina Lögregla var einnig kölluð út vegna innbrota, meðal annars í verslun á Laugaveginum þar sem rúða hafði verið brotin og farið inn og stolið þremur úlpum. Einnig var tilkynnt um innbrot í verslun í Mörkinni í hverfi 108. Skömmu eftir miðnætti við tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 108. Þar hafði húsráðandi komið að manninum þar sem hann var búinn að brjóta rúðu og var kominn hálfur inn í íbúðina. „Gerandi kom sér í burtu á tveimur jafnfljótum og er málið í rannsókn.“ Reyndi að sparka upp hurð Upp úr klukkan eitt var tilkynnt um mann að sparka upp hurð hjá nágranna þess sem hringdi á lögreglu í hverfi 105. „Þar reyndist vera á ferðinni ofurölvi einstaklingur sem var að fara húsavillt. Hann færður á lögreglustöð til viðræðna og var síðan laus.“ Auk þess þurfti lögregla að sinna ýmsum verkefnum sem sneru að flugeldum, gróðureldum og fleiru. Segir meðal annars frá nokkrum flugeldaslysum og að flugeldar hafi farið inn um glugga í nokkrum húsum og sprungið.
Lögreglumál Reykjavík Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19