Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2022 06:48 Schiff segist telja Pútín líklegan til að ráðast inn í Úkraínu. AP Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Schiff segir innrás munu koma Rússum í koll, þar sem afleiðingarnar yrðu meðal annars þær að fleiri ríki myndu ganga í Atlantshafsbandalagið. Innrás í Úkraínu myndi færa Nató nær dyrum Rússlands, ekki ýta bandalagið fjær. Jen Psaki, fjölmiðlafullrúi Joe Biden, sagði í gær að forsetinn hefði rætt við Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu, og gert honum grein fyrir því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra myndu grípa til afgerðandi úrræða ef Rússar réðust lengra inn í Úkraínu. Zelenskiy sagði á Twitter að samtal þeirra Biden hefði fært sönnur á sérstakt samband ríkjanna. Sagðist hann kunna að meta staðfastan stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Biden ræddi við forseta Úkraínu í gær og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna og bandamanna.AP/Carolyn Kaster Um það bil 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast saman við landamærin að Úkraínu. Biden varaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta við því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn myndu grípa til afgerandi refsiaðgerða ef Rússa léti til skarar skríða. Til stendur að viðræður eigi sér stað um stöðu mála í Genf 9. og 10. janúar næstkomandi en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur sagt að ef vesturveldin haldi áfram að sækja að Rússlandi séu Rússar tilneyddir til að grípa til allra ráða til að tryggja jafnvægi og útrýma „óásættanlegum ógnum“ við öryggi landsins. Í þættinum Face the Nation á CBS sagðist Schiff ekkert hafa á móti því að fara á eftir Pútín persónulega en viðameiri þvinganir væru áhrifameiri. Innrás myndi hafa öfug áhrif ef markmið Pútín væri að hrekja Nató burt en engu að síður þætti honum líklegt að forsetinn myndi láta af verða. „Ég óttast að Pútín sé mjög líklegur til að fyrirskipa innrás. Í hreinskilni sagt þá skil ég ekki fyllilega hvað honum gengur til en hann virðist sannarlega ákveðinn nema við getum sannfært hann um annað.“ Guardian greindi frá. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53 „Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. 29. desember 2021 20:30 Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00 „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Schiff segir innrás munu koma Rússum í koll, þar sem afleiðingarnar yrðu meðal annars þær að fleiri ríki myndu ganga í Atlantshafsbandalagið. Innrás í Úkraínu myndi færa Nató nær dyrum Rússlands, ekki ýta bandalagið fjær. Jen Psaki, fjölmiðlafullrúi Joe Biden, sagði í gær að forsetinn hefði rætt við Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu, og gert honum grein fyrir því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra myndu grípa til afgerðandi úrræða ef Rússar réðust lengra inn í Úkraínu. Zelenskiy sagði á Twitter að samtal þeirra Biden hefði fært sönnur á sérstakt samband ríkjanna. Sagðist hann kunna að meta staðfastan stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Biden ræddi við forseta Úkraínu í gær og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna og bandamanna.AP/Carolyn Kaster Um það bil 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast saman við landamærin að Úkraínu. Biden varaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta við því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn myndu grípa til afgerandi refsiaðgerða ef Rússa léti til skarar skríða. Til stendur að viðræður eigi sér stað um stöðu mála í Genf 9. og 10. janúar næstkomandi en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur sagt að ef vesturveldin haldi áfram að sækja að Rússlandi séu Rússar tilneyddir til að grípa til allra ráða til að tryggja jafnvægi og útrýma „óásættanlegum ógnum“ við öryggi landsins. Í þættinum Face the Nation á CBS sagðist Schiff ekkert hafa á móti því að fara á eftir Pútín persónulega en viðameiri þvinganir væru áhrifameiri. Innrás myndi hafa öfug áhrif ef markmið Pútín væri að hrekja Nató burt en engu að síður þætti honum líklegt að forsetinn myndi láta af verða. „Ég óttast að Pútín sé mjög líklegur til að fyrirskipa innrás. Í hreinskilni sagt þá skil ég ekki fyllilega hvað honum gengur til en hann virðist sannarlega ákveðinn nema við getum sannfært hann um annað.“ Guardian greindi frá.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53 „Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. 29. desember 2021 20:30 Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00 „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53
„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. 29. desember 2021 20:30
Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48
Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00
„Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55