Segja úrslitum hagrætt vegna veðmálasvindls í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 14:30 Talið er að úrslitum hafi verið hagrætt í sjálfri Meistaradeild Evrópu í handbolta. Úrslitum hefur verið ólöglega hagrætt í Meistaradeildum karla og kvenna í handbolta í vetur, sem og í Evrópudeildinni, vegna veðmálasvindls. Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira