Fótbolti

Stjóri Frankfurt kjálkabrotnaði eftir að hafa dottið af rafskútu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oliver Glasner fór óvarlega á rafskútu og kjálkabrotnaði.
Oliver Glasner fór óvarlega á rafskútu og kjálkabrotnaði. epa/RONALD WITTEK

Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Frankfurt, gekkst undir aðgerð í gær eftir að hafa kjálkabrotnað.

Glasner datt af rafskútu með þeim afleiðingum að bein í kjálka hans brotnaði. Hann þurfti að fara í aðgerð og missti þar af æfingu Frankfurt í gær.

„Því miður missti ég einbeitinguna í smá stund og datt. Ég er heppinn að ekkert alvarlegt gerðist. Andlitið er bólgið en annars er ég fínn,“ sagði Glasner.

Búist er við því að Austurríkismaðurinn geti mætt aftur í vinnuna á morgun eða hinn. Næsti leikur Frankfurt er gegn Borussia Dortmund á laugardaginn. Frankfurt er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig eftir sautján umferðir.

Glasner tók við Frankfurt síðasta sumar eftir að hafa stýrt Wolfsburg í tvö ár. Áður þjálfaði hann Ried og LASK Linz í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×