Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 12:54 Sigríður Heiða Bragadóttir er skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. Starfsdagur er í skólum á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsfólk ræður ráðum sínum fyrir vikuna. Skólastjóri Melaskóla sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætti von á að fjöldi nemenda og kennara yrðu frá vegna Covid-19 smits enda viðbúið að fólk mæti smitað í skólastofuna þar sem nemendur og kennarar séu svo til óvarðir. Nýgengi innanlandssmita er í augnablikinu 2544 en þar er miðað við fjórtán daga nýgengi á hverja eitt hundrað þúsund íbúa. 25 eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Sjö á gjörgæslu og fimm í öndunarvél. Allir nema einn eru óbólusettir. Færri börn en venjulega munu nýta þessi leiktæki við Laugarnesskóla í vikunni en alla jafna.Vísir/Vilhelm Sigríður Heiða segir í tölvupósti til forráðamanna að aukning í útbreiðslu Covid-19 hafi þegar haft þau áhrif að nokkur fjöldi kennara og starfsfólks sé frá störfum vegna sóttkvíar og einangrunar. „Því hefur verið ákveðið að nemendur í fimmta og sjötta bekk mæti ekki í skólann þessa viku, en staðan verði endurskoðuð í lok vikunnar þegar skýrist hvernig útbreiðsla þróast. Þetta er gert til að geta að halda út kennslu fyrir yngri nemendur samkvæmt tilmælum okkar yfirmanna,“ segir Sigríður Heiða. Fram kom í máli Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í kvöldfréttum í gær að nemendur á yngri stigum væru í forgangi. Helgi Grímsson segir svo sannarlega ugg í mörgum nú þegar skólarnir séu að fara af stað á nýjan leik.Vísir/Helena Rakel „Við vonumst auðvitað til þess að smitum fari fækkandi sem fyrst og að þá geti allir nemendur komið í skólann. Verði þróunin í aðra átt og ekki reynist unnt að taka á móti öllum nemendum verður brugðist við því með fjarkennslulausnum og verður þá haft samband við foreldra og forráðamenn í þessum árgöngum sérstaklega.“ Sigríður Heiða brýnir til forráðamanna að halda nemendum heima sýni þeir minnstu einkenni. „Ef foreldrar og forráðamenn kjósa að halda börnum sínum heima til öryggis fyrstu dagana sýnir skólinn því fullan skilning en við bendum á að skrá þarf slík forföll,“ segir Sigríður og vísar á Mentor og eyðublað á heimasíðu skólans. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmdastjóri almannavarnanefndar.Vísir/Vilhelm Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins segir í tilkynningu til skóla að viðbúið sé að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. „Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur muni að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. „Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að geraallt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar ogforráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skólameð kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Almannavarnir Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Starfsdagur er í skólum á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsfólk ræður ráðum sínum fyrir vikuna. Skólastjóri Melaskóla sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætti von á að fjöldi nemenda og kennara yrðu frá vegna Covid-19 smits enda viðbúið að fólk mæti smitað í skólastofuna þar sem nemendur og kennarar séu svo til óvarðir. Nýgengi innanlandssmita er í augnablikinu 2544 en þar er miðað við fjórtán daga nýgengi á hverja eitt hundrað þúsund íbúa. 25 eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Sjö á gjörgæslu og fimm í öndunarvél. Allir nema einn eru óbólusettir. Færri börn en venjulega munu nýta þessi leiktæki við Laugarnesskóla í vikunni en alla jafna.Vísir/Vilhelm Sigríður Heiða segir í tölvupósti til forráðamanna að aukning í útbreiðslu Covid-19 hafi þegar haft þau áhrif að nokkur fjöldi kennara og starfsfólks sé frá störfum vegna sóttkvíar og einangrunar. „Því hefur verið ákveðið að nemendur í fimmta og sjötta bekk mæti ekki í skólann þessa viku, en staðan verði endurskoðuð í lok vikunnar þegar skýrist hvernig útbreiðsla þróast. Þetta er gert til að geta að halda út kennslu fyrir yngri nemendur samkvæmt tilmælum okkar yfirmanna,“ segir Sigríður Heiða. Fram kom í máli Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í kvöldfréttum í gær að nemendur á yngri stigum væru í forgangi. Helgi Grímsson segir svo sannarlega ugg í mörgum nú þegar skólarnir séu að fara af stað á nýjan leik.Vísir/Helena Rakel „Við vonumst auðvitað til þess að smitum fari fækkandi sem fyrst og að þá geti allir nemendur komið í skólann. Verði þróunin í aðra átt og ekki reynist unnt að taka á móti öllum nemendum verður brugðist við því með fjarkennslulausnum og verður þá haft samband við foreldra og forráðamenn í þessum árgöngum sérstaklega.“ Sigríður Heiða brýnir til forráðamanna að halda nemendum heima sýni þeir minnstu einkenni. „Ef foreldrar og forráðamenn kjósa að halda börnum sínum heima til öryggis fyrstu dagana sýnir skólinn því fullan skilning en við bendum á að skrá þarf slík forföll,“ segir Sigríður og vísar á Mentor og eyðublað á heimasíðu skólans. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmdastjóri almannavarnanefndar.Vísir/Vilhelm Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins segir í tilkynningu til skóla að viðbúið sé að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. „Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur muni að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. „Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að geraallt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar ogforráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skólameð kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Almannavarnir Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31