Láta ekki líflátshótanir stoppa sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 23:30 Franska þingið. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði. Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs. Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs.
Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49
Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23