„Það er mjög seigt í turninum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2022 19:03 Vindmyllan vill ekki niður, enn. Vísir Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. Rétt fyrir klukkan tvö í dag var fyrsta sprengjan sprengd. Hún felldi ekki vindmylluna og sömu sögu má segja um tilraun tvö, þrjú, fjögur og fimm. Síðasta tilraunin var gerð um klukkan sex í dag. „Við kannski bjuggumt ekkert við að þetta myndi taka þetta margar tilraunir. Það er mjög seigt í turninum. Sprengjusérfræðingarnir, já þetta kom þeim aðeins á óvart, hversu mikið efni hefur þurft. Það er ómögulegt að segja hvort þetta takist í næstu tilraun en við verðum að vona það,“ sagði Bjarki Oddsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamanni okkar, þau hafa staðið vaktina við vindmylluna í dag í nístingskulda ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni. Hlé hefur verið gert á aðgerðum á meðan beðið er eftir frekari sprengjuhleðslum frá Reykjavík en freista á þess að fella vindmylluna í kvöld, enda von á vonskuveðri á Suðurlandi á morgun. Nístingskuldi er á svæðinu og standa vonir til þess að hægt verði að ljúka verkinu sem fyrst. „Það er búið að vera mjög kalt. Það er fallegt veður en átta tímar út í kuldanum, þetta er farið að verða gott,“ segir Bjarki. Fylgjast má með beinni útsendingu frá vindmyllunni hér. Lögreglumál Slökkvilið Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Rétt fyrir klukkan tvö í dag var fyrsta sprengjan sprengd. Hún felldi ekki vindmylluna og sömu sögu má segja um tilraun tvö, þrjú, fjögur og fimm. Síðasta tilraunin var gerð um klukkan sex í dag. „Við kannski bjuggumt ekkert við að þetta myndi taka þetta margar tilraunir. Það er mjög seigt í turninum. Sprengjusérfræðingarnir, já þetta kom þeim aðeins á óvart, hversu mikið efni hefur þurft. Það er ómögulegt að segja hvort þetta takist í næstu tilraun en við verðum að vona það,“ sagði Bjarki Oddsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamanni okkar, þau hafa staðið vaktina við vindmylluna í dag í nístingskulda ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni. Hlé hefur verið gert á aðgerðum á meðan beðið er eftir frekari sprengjuhleðslum frá Reykjavík en freista á þess að fella vindmylluna í kvöld, enda von á vonskuveðri á Suðurlandi á morgun. Nístingskuldi er á svæðinu og standa vonir til þess að hægt verði að ljúka verkinu sem fyrst. „Það er búið að vera mjög kalt. Það er fallegt veður en átta tímar út í kuldanum, þetta er farið að verða gott,“ segir Bjarki. Fylgjast má með beinni útsendingu frá vindmyllunni hér.
Lögreglumál Slökkvilið Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51