Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 20:46 Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar stóð vaktina í dag. Vísir Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent