Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2022 16:58 Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í kvöld og í nótt. Veðurstofa Ísland Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Veðurstofan sendi frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í morgun. Þeim veðurviðvörunum hefur verið breytt í appelsínugular fyrir stærstan hluta þess svæðis. Á suðurlandi er gulviðvörun frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 23 og er varað við suðaustan stormi eða roki og búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum við Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Klukkan 23 breytist þessi viðvörun í appelsínugula viðvörun og er þá varað við því að víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar. Viðvörunin gildir til klukkan fjögur í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Við Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan 21 og gildir hún til 23. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru sagðar líklegar og er fólk hvatt til að sýna aðgát. Klukkan 23 í kvöld hvessir enn fremur og má búast við sérlega snörpum vindhviðum við fjöll. Þá má búast við víðtækum samgöngutruflunum á vegum og er ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi til klukkan fimm í fyrramálið. Við Breiðafjörð er sömuleiðis appelsínugul viðvörun í gildi frá miðnætti til klukkan sex í fyrramálið. Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðujm við fjöll einkum á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölum og á Barðaströnd. Þar er einnig varað við víðtækum samgöngutruflunum. Á miðhálendinu verður suðaustan rok og gul veðurviðvörun í gildi frá klukkan 21 í kvöld til klukkan átta í fyrramálið. Þar má einnig búast við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Aðstæður eru sagðar mjög varhugaverðar og hættulegar fyrir ferðamenn. æ Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira
Veðurstofan sendi frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í morgun. Þeim veðurviðvörunum hefur verið breytt í appelsínugular fyrir stærstan hluta þess svæðis. Á suðurlandi er gulviðvörun frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 23 og er varað við suðaustan stormi eða roki og búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum við Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Klukkan 23 breytist þessi viðvörun í appelsínugula viðvörun og er þá varað við því að víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar. Viðvörunin gildir til klukkan fjögur í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Við Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan 21 og gildir hún til 23. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru sagðar líklegar og er fólk hvatt til að sýna aðgát. Klukkan 23 í kvöld hvessir enn fremur og má búast við sérlega snörpum vindhviðum við fjöll. Þá má búast við víðtækum samgöngutruflunum á vegum og er ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi til klukkan fimm í fyrramálið. Við Breiðafjörð er sömuleiðis appelsínugul viðvörun í gildi frá miðnætti til klukkan sex í fyrramálið. Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðujm við fjöll einkum á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölum og á Barðaströnd. Þar er einnig varað við víðtækum samgöngutruflunum. Á miðhálendinu verður suðaustan rok og gul veðurviðvörun í gildi frá klukkan 21 í kvöld til klukkan átta í fyrramálið. Þar má einnig búast við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Aðstæður eru sagðar mjög varhugaverðar og hættulegar fyrir ferðamenn. æ
Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira