Fimmtug en aldrei verið í betra formi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2022 10:31 Ólafía er fyrst Íslendinga til að vinna Spartan hlaup í sínum aldursflokki. Ólafía Kvaran er fyrst Íslendinga til þess að sigra heimsmeistaramót í Spartan hlaupi sem er hindrunarhlaup á alþjóðlegum vettvangi. Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira