Segir að Barcelona geti náð Haaland í sumar þrátt fyrir miklar skuldir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 17:30 Erling Braut Haaland er enn bara 21 árs gamall og á því mörg frábær ár eftir á ferli sínum. EPA-EFE/Stian Lysberg Óhætt er að segja að tvennum sögum fari af Barcelona þessa dagana. Spænska félagið er stórskuldugt og í miklum vandræðum innan sem utan vallar en engu að síður er félagið með í baráttunni um einn feitasta bitann á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira
Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira