Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2022 11:33 Áslaug gagnrýndi læk Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, við umdeilda Facebook-færslu í haust en er nú gagnrýnd fyrir það sama. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. Logi er einn þeirra fimm manna sem fóru í gær í leyfi eða létu af störfum vegna ásakana Vítalíu Lazarevu, 24 ára gamallar konu, um að þeir hafi brotið á henni. Logi stýrir Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100 en hann tilkynnti í upphafi þáttar í gær að hann myndi fara í frí eftir þátt gærdagsins. @aslaugarna hvað varð um að trúa þolendum? pic.twitter.com/jo0Z3oj5QX— Þórhildur Gyða (@torii_96) January 6, 2022 Það vakti hins vegar athygli að þegar þátturinn var hálfnaður yfirgaf hann stúdíóið og Sigurður Guðnnarsson, sem stjórnar þættinum með honum, stýrði þættinum einn það sem eftir var af honum. Áhugavert að @logibergmann loki á komment við status þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu - strax og fólk fer að spyrja @aslaugarna hvað hún meini með afstöðu sinni við statusinn. Er það svona sem þöggunarmenning virkar? pic.twitter.com/5r208g0R5P— Andrés Ingi (@andresingi) January 6, 2022 Logi birti svo í gærkvöldi færslu á Facebook þar sem hann segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í. Facebook-færsla Loga Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna. Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Síðan í gær hefur Twitter logað vegna yfirlýsingar hans og málsins alls. Fjöldi fólks hefur ávarpað hann á Twitter og taggað við spurningar um tengsl hans við málið. Aðgangi Loga á Twitter hefur verið lokað.Skjáskot Logi hefur lokað aðgangi sínum á Twitter, sem var opinn í gær þegar fréttastofa skoðaði samfélagsmiðilinn. Þegar aðgangur Loga er opnaður kemur meldingin „This account doesn't exist“ eða „Þessi aðgangur er ekki til“. Slík melding kemur upp ef aðganginum hefur verið eytt eða notendanafninu hefur verið breytt. Hafi lofað kynferðislegan greiða í stað þagmælsku Eins og áður segir tengjast þessar ásakanir frásögn Vítalíu Lazarevu, sem greindi frá meintu kynferðisofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni. Þar sagði hún frá því að hún hafi verið stödd á hótelherbergi í Borgarnesi með þáverandi ástmanni sínum, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Hann hafi verið þar staddur í golfferð með vinum sínum en einn þeirra hafi gengið inn á þau á hótelherberginu, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Logi Bergmann. Til þess að tryggja að hann myndi ekki segja frá því sem hann sá hafi Arnar, að sögn Vítalíu, boðið Loga kynferðislegan greiða í stað þagmælsku. „Ég horfi framan í hann þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér,“ sagði Vítalía um atvikið á hótelherberginu. Gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir læk á umdeildri færslu Fyrrnefnd færsla hefur valdið talsverðu fjaðrafoki. Meðlimir í aðgerðahópnum Öfgar hafa gagnrýnt fólk sem líkaði við færsluna en þar á meðal er Áslaug Arna, núverandi vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Fjórir mánuðir eru síðan Áslaug gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir það nákvæmlega sama en hann hafði líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, á Facebook þar sem hann birti meðal annars brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur sem hefur sjálf lýst ofbeldi af hendi landsliðsmanns í knattspyrnu. Áslaug var á þeim tíma æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu og sagði hún vafasamt af vararíkissakóknara að tjá sig með þeim hætti sem hann hefði gert á samfélagsmiðlum. Hún benti þá á að ríkissaksóknari hefði sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ sagði hún í tengslum við læk Helga. Þá hefur það einnig vakið athygli að Áslaug Arna var ein þeirra sem kom fram í myndbandi sem bar yfirskriftina „Ég trúi“ og var sett í loftið af stjórnendum hlaðvarpsins Eigin konur, sem birtu einmitt frásögn Vítalíu. Myndbandið var degi síðar tekið niður vegna „leiðinlegra mála“ sem komið höfðu upp í sambandi við einhverja sem komu fram í myndbandinu. Hvorki hefur náðst í Áslaugu Örnu né Helga Magnús það sem af er degi. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna „lækar“ færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Logi er einn þeirra fimm manna sem fóru í gær í leyfi eða létu af störfum vegna ásakana Vítalíu Lazarevu, 24 ára gamallar konu, um að þeir hafi brotið á henni. Logi stýrir Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100 en hann tilkynnti í upphafi þáttar í gær að hann myndi fara í frí eftir þátt gærdagsins. @aslaugarna hvað varð um að trúa þolendum? pic.twitter.com/jo0Z3oj5QX— Þórhildur Gyða (@torii_96) January 6, 2022 Það vakti hins vegar athygli að þegar þátturinn var hálfnaður yfirgaf hann stúdíóið og Sigurður Guðnnarsson, sem stjórnar þættinum með honum, stýrði þættinum einn það sem eftir var af honum. Áhugavert að @logibergmann loki á komment við status þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu - strax og fólk fer að spyrja @aslaugarna hvað hún meini með afstöðu sinni við statusinn. Er það svona sem þöggunarmenning virkar? pic.twitter.com/5r208g0R5P— Andrés Ingi (@andresingi) January 6, 2022 Logi birti svo í gærkvöldi færslu á Facebook þar sem hann segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í. Facebook-færsla Loga Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna. Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Síðan í gær hefur Twitter logað vegna yfirlýsingar hans og málsins alls. Fjöldi fólks hefur ávarpað hann á Twitter og taggað við spurningar um tengsl hans við málið. Aðgangi Loga á Twitter hefur verið lokað.Skjáskot Logi hefur lokað aðgangi sínum á Twitter, sem var opinn í gær þegar fréttastofa skoðaði samfélagsmiðilinn. Þegar aðgangur Loga er opnaður kemur meldingin „This account doesn't exist“ eða „Þessi aðgangur er ekki til“. Slík melding kemur upp ef aðganginum hefur verið eytt eða notendanafninu hefur verið breytt. Hafi lofað kynferðislegan greiða í stað þagmælsku Eins og áður segir tengjast þessar ásakanir frásögn Vítalíu Lazarevu, sem greindi frá meintu kynferðisofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni. Þar sagði hún frá því að hún hafi verið stödd á hótelherbergi í Borgarnesi með þáverandi ástmanni sínum, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Hann hafi verið þar staddur í golfferð með vinum sínum en einn þeirra hafi gengið inn á þau á hótelherberginu, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Logi Bergmann. Til þess að tryggja að hann myndi ekki segja frá því sem hann sá hafi Arnar, að sögn Vítalíu, boðið Loga kynferðislegan greiða í stað þagmælsku. „Ég horfi framan í hann þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér,“ sagði Vítalía um atvikið á hótelherberginu. Gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir læk á umdeildri færslu Fyrrnefnd færsla hefur valdið talsverðu fjaðrafoki. Meðlimir í aðgerðahópnum Öfgar hafa gagnrýnt fólk sem líkaði við færsluna en þar á meðal er Áslaug Arna, núverandi vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Fjórir mánuðir eru síðan Áslaug gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir það nákvæmlega sama en hann hafði líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, á Facebook þar sem hann birti meðal annars brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur sem hefur sjálf lýst ofbeldi af hendi landsliðsmanns í knattspyrnu. Áslaug var á þeim tíma æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu og sagði hún vafasamt af vararíkissakóknara að tjá sig með þeim hætti sem hann hefði gert á samfélagsmiðlum. Hún benti þá á að ríkissaksóknari hefði sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ sagði hún í tengslum við læk Helga. Þá hefur það einnig vakið athygli að Áslaug Arna var ein þeirra sem kom fram í myndbandi sem bar yfirskriftina „Ég trúi“ og var sett í loftið af stjórnendum hlaðvarpsins Eigin konur, sem birtu einmitt frásögn Vítalíu. Myndbandið var degi síðar tekið niður vegna „leiðinlegra mála“ sem komið höfðu upp í sambandi við einhverja sem komu fram í myndbandinu. Hvorki hefur náðst í Áslaugu Örnu né Helga Magnús það sem af er degi.
Facebook-færsla Loga Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna. Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna „lækar“ færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Áslaug Arna „lækar“ færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30
Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38