Júlíus Geirmundsson sneri í land eftir að skipverji greindist um borð Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 11:31 Frá komu Júlíusar Geirmundssonar í Ísafjarðarhöfn í október 2020. Hafþór Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í morgun eftir að skipverji fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-sjálfsprófi um borð. Maðurinn fer í kjölfarið í PCR-sýnatöku hjá heilsugæslunni á Ísafirði. Þetta segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið í samtali við Vísi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi sömuleiðis farið í sjálfspróf í gær en allir fengið neikvæða niðurstöðu. Bæjarins besta greindi fyrst frá. Að sögn Einars var öll áhöfnin skimuð áður en skipið fór frá landi, líkt og nú sé gert fyrir hverja veiðiferð á vegum Gunnvarar. Þrátt fyrir það virðist vera erfitt að grípa öll tilfelli. „Þetta er auðvitað bara grunur núna, það er ekki staðfest að hann sé með þessa veiru. Þetta eru bara verkferlar sem almannavarnir stjórna.“ Aðspurður um hvort hann óttist að aðrir skipverjar verði sendir í sóttkví ef greiningin verður staðfest með PCR-sýnatöku segir Einar að það eigi eftir að koma í ljós. Mikið álag sé á sýnatökunni og óljóst hvort hægt verði að koma sýnum samdægurs til Reykjavíkur til greiningar. „Við bíðum bara og fylgjum reglunum alveg út í ystu æsar. Því miður þá er þetta í miklum vexti, það eru ljótar fréttirnar eins og af landamærunum. Maður hefur áhyggjur af þessu, að þetta fari í gegnum skólana og allt saman. Þetta er ekki gott,“ segir Einar. Skipstjórinn dæmdur fyrir brot á sjómannalögum Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson komst í fréttir í október 2020 eftir að 22 skipverjar af 25 sýktust af kórónuveirunni. Meðlimir áhafnarinnar sökuðu skipstjórann um að neita að snúa í land og skipa veikum mönnum að vinna um borð. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn og var Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, dæmdur til að greiða 750 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ Sveinn játaði sök fyrir dómi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þetta segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið í samtali við Vísi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi sömuleiðis farið í sjálfspróf í gær en allir fengið neikvæða niðurstöðu. Bæjarins besta greindi fyrst frá. Að sögn Einars var öll áhöfnin skimuð áður en skipið fór frá landi, líkt og nú sé gert fyrir hverja veiðiferð á vegum Gunnvarar. Þrátt fyrir það virðist vera erfitt að grípa öll tilfelli. „Þetta er auðvitað bara grunur núna, það er ekki staðfest að hann sé með þessa veiru. Þetta eru bara verkferlar sem almannavarnir stjórna.“ Aðspurður um hvort hann óttist að aðrir skipverjar verði sendir í sóttkví ef greiningin verður staðfest með PCR-sýnatöku segir Einar að það eigi eftir að koma í ljós. Mikið álag sé á sýnatökunni og óljóst hvort hægt verði að koma sýnum samdægurs til Reykjavíkur til greiningar. „Við bíðum bara og fylgjum reglunum alveg út í ystu æsar. Því miður þá er þetta í miklum vexti, það eru ljótar fréttirnar eins og af landamærunum. Maður hefur áhyggjur af þessu, að þetta fari í gegnum skólana og allt saman. Þetta er ekki gott,“ segir Einar. Skipstjórinn dæmdur fyrir brot á sjómannalögum Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson komst í fréttir í október 2020 eftir að 22 skipverjar af 25 sýktust af kórónuveirunni. Meðlimir áhafnarinnar sökuðu skipstjórann um að neita að snúa í land og skipa veikum mönnum að vinna um borð. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn og var Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, dæmdur til að greiða 750 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ Sveinn játaði sök fyrir dómi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39
Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55