Endir meðvirkninnar Drífa Snædal skrifar 7. janúar 2022 14:01 Kæru félagar og landsmenn allir – gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svigrúm og rými sem konur af minni kynslóð hefðu aldrei gert nema vera með fullkomlega útpælda frásögn, helst með sönnunargögnum og eftir að hafa „unnið úr“ málunum í ár og jafnvel áratugi. Þessar konur hika ekki við að horfa í augun á valdamiklum mönnum og segja þeim til syndanna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „fullkomnu fórnarlömb“. Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum. Ef við voguðum okkur út á hinn opinbera vettvang að krefjast úrbóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, fengum við yfir okkur holskeflu af ofbeldis- og nauðgunarhótunum, auk þess sem efast var um allt sem fram kom. Þá stóð slagurinn um hvort svona ofbeldi væri yfirleitt til. Þær konur sem nú stíga fram fá sannarlega mótbyr, en þær hafa um leið endurskilgreint umræðuna. Þær sýna hver annarri stuðning og í sameiningu afhjúpa þær hvað málflutningurinn gegn konum hefur verið veikburða. Stuðningurinn er meiri og við allar sterkari fyrir vikið. Valdamisvægi í samfélaginu er af ýmsum toga. Það getur verið aldursbundið, kynbundið og tekjubundið. Það getur endurspeglast í ólíkum tengslum, að eiga rödd og hafa formleg völd gagnvart öðrum sem hafa það ekki. Valdamisvægið er líka á milli atvinnurekenda og launafólks, á milli leigusala og leigjenda, milli lánveitenda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo framvegis. Þess vegna er svo dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum. Þar sem konur sem hafa verið beittar kúgun vegna aldurs, kyns og stéttar rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins. Áfram þið og áfram við. Þetta ár fer sannarlega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upprætum ofbeldi og köstum af okkur viðjum meðvirkninnar með valdinu! Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal MeToo Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Kæru félagar og landsmenn allir – gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svigrúm og rými sem konur af minni kynslóð hefðu aldrei gert nema vera með fullkomlega útpælda frásögn, helst með sönnunargögnum og eftir að hafa „unnið úr“ málunum í ár og jafnvel áratugi. Þessar konur hika ekki við að horfa í augun á valdamiklum mönnum og segja þeim til syndanna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „fullkomnu fórnarlömb“. Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum. Ef við voguðum okkur út á hinn opinbera vettvang að krefjast úrbóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, fengum við yfir okkur holskeflu af ofbeldis- og nauðgunarhótunum, auk þess sem efast var um allt sem fram kom. Þá stóð slagurinn um hvort svona ofbeldi væri yfirleitt til. Þær konur sem nú stíga fram fá sannarlega mótbyr, en þær hafa um leið endurskilgreint umræðuna. Þær sýna hver annarri stuðning og í sameiningu afhjúpa þær hvað málflutningurinn gegn konum hefur verið veikburða. Stuðningurinn er meiri og við allar sterkari fyrir vikið. Valdamisvægi í samfélaginu er af ýmsum toga. Það getur verið aldursbundið, kynbundið og tekjubundið. Það getur endurspeglast í ólíkum tengslum, að eiga rödd og hafa formleg völd gagnvart öðrum sem hafa það ekki. Valdamisvægið er líka á milli atvinnurekenda og launafólks, á milli leigusala og leigjenda, milli lánveitenda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo framvegis. Þess vegna er svo dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum. Þar sem konur sem hafa verið beittar kúgun vegna aldurs, kyns og stéttar rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins. Áfram þið og áfram við. Þetta ár fer sannarlega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upprætum ofbeldi og köstum af okkur viðjum meðvirkninnar með valdinu! Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun