Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Fram 20 - 21| Fram styrkti stöðu sína á toppnum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 8. janúar 2022 18:40 Vísir/Elín Björg Fram vann mikilvægan sigur á deildarmeisturum KA/Þórs í KA heimilinu í dag. Það var mikil spenna í leiknum, lítið skorað og mistök á báða bóga sem endaði sem hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur. Leikurinn endaði með eins marka sigri Fram. Lokatölur 20 – 21. Fram styrkir þar með stöðu sína í deildinni og er nú kominn í 19 stig í efsta sæti deildarinnar en KA/Þór er því þriðja með 11 stig. Gestrnir hófu leikinn af miklum krafti og komust fljót í 0-3 stöðu. Það var ekki fyrr en á fimmtu mínútu leiksins að heimakonur komu boltanum framhjá Hafdís Renötudóttir í marki Fram sem var í miklu stuði. Fram hélt heimkonum alltaf í hæfilegri fjarlægð og leiddu með einum til fjórum mörkum langstæðsta hluta fyrri hálfleiksins, mest munaði fjórum mörkum á liðunum þegar um sex mínútur voru eftir af fyrri háfleik, 7-11. Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór ákváð þá að taka fyrsta leikhlé leiksins og það átti aldeilis eftir að skila sér. KA/Þór náði að minnka forskotið niður í eitt mark og hálfleikstölur því 10-11 fyrir gestina. Seinni hálfleikur var í raun sama uppskrift og sá fyrri. Gestirnir skoruðu fyrstu tvo mörk hálfleiksins og komu stöðunni í 10-13 en náðu aldrei almennilega að hrista KA/Þór af sér sem sömuleiðis gáfust ekki upp. Það bar árangur því KA/Þór náði af jafna leikinn í 17-17 þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum, var það jafnframt í fyrsta skipti í leiknum sem jafnt var á tölum. Gestirnir voru alltaf skrefinu á undan og það var því gegn gangi leiksins þegar heimakonur komust yfir 20-19 þegar um þrjár mínútur voru eftir, var það í fyrsta skipti í leiknum sem heimakonur komust yfir. Það stóð þó ekki lengi, Framkonur jöfnuðu í næstu sókn og KA/Þór konur töpuðu boltanum í næstu sókn á eftir. Það var svo marka maskínan Ragnheiður Júlísdóttir sem kom Fram yfir á nýjan leik, 20-21 sem reyndist sigurmarkið. KA/Þór fékk tækifæri til að jafna þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum en aftur töpuðu þær boltanum og Framkonur gátu fagnað sigri. Fram er því áfram á toppi deildarinnar, nú með 19 stig. KA/Þór konur eru í því þriðja með 11 stig. Afhverju vann Fram? Þrátt fyrir að heimakonur hafi komist yfir í lok leiks þá var sigurinn nokkuð verðskuldaður. Fram leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefi á undan heimakonum. Svo munar um minna að hafa markmann sem ver 50% skota sem komu á markið. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir var eins og áður sagði frábær í marki Fram en hún varði 18 skot og var með 50% markvörslu. Ragnheiður Júlíusdóttir var frábær í fyrri hálfleik með sjö mörk og endaði leikinn með 9 mörk þar af skoraði hún sigurmarkið mikilvæga þegar lítið var eftir. Hildur Þorgeirsdóttir skapaði níu færi og skoraði sjálf þrjú mörk. Sunna Guðrún Pétursdóttir átti frábæra innkomu í fyrri hálfleik og var ein af stoðum þess að KA/Þór var inni í leiknum þegar flautað var til hálfleiks en hún varði 6 skot og var með 75% markvörslu þegar gengið var til búningsklefa. Rut Jónsdóttir skoraði 7 mörk og skapaði fjögur færi. Aldís Ásta var einnig öflug í sóknarleiknum en hún skoraði fimm mörk og skapaði sjö færi. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá báðum liðum var brösulegur og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Heimakonur fengu kjörið tækifæri annars vegar til að komast aftur yfir í leiknum þegar minna en mínúta var eftir en tapa boltanum. Þær fá svo aftur tækifæri til að jafna þegar nokkrar sekúndur voru eftir en töpuðu aftur boltanum, virkilega dýrt. Hvað gerist næst? Fram fær Aftureldingu í heimsókn næstkomandi föstudag, leikurinn fer fram kl. 18:00. KA/Þór heimsækir HK á laugardeginum og fer sá leikur fram kl. 15:00. Stefán Arnarsson: Við viljum vera á toppnum Stefán Arnarsson var ánægður með sínar konur í dag „Ég er mjög ánægður. Ég sagði fyrir leikinn að þetta er sterkt lið sem við vorum að spila á móti og það að vinna hér er alveg frábært,“ sagð Stefán Arnarsson þjálfari Fram eftir góðan útisigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að spila góða vörn og það gekk. Markvarslan var mjög góð hjá okkur og ég held að það hafi komið þessum sigri í höfn.“ Fram er á toppi deildarinnar með 19 stig. „Við viljum vera á toppnum og það er gott að vera þar en það er bara janúar og við erum ekki alltof mikið að pæla í því. Við viljum alltaf gera vel og vinna alla leiki þess vegna er ég ánægður að vinna þennan leik.“ Hafdís Renötudóttir og Ragnheiður Júlísdóttir áttu báðar mjög góðan leik í dag. Hafdís með 50% markvörslu og Ragnheiður með 9 mörk. „Við erum með marga góða leikmenn og þær stóðu sig mjög vel en í dag var þetta liðsigur vegna þess að þær voru allar virkilega góðar hjá okkur.“ Þrátt fyrir að vera yfir lungað úr leiknum áttu Framkonur erfitt með að hrista heimakonur af sér og misstu nokkrum sinnum niður góða forystu, meðal annars í lok fyrri hálfleiks. „Við fáum hraðaupphlaup og hefðum geta komið leiknum í 12-7 en við klikkuðum og það var ekki gott. Svo missum við boltann tvisvar klaufalega og fáum hraðaupphlaup á okkur í lok fyrri hálfleiks og svo gerum við svipað í seinni. Svo komast þær yfir í fyrsta skipti þegar það eru þrjár mínútur eftir og það er ótrúlega sterkt hjá mínu liði að jafna og komast aftur yfir og klára leikinn.“ Afturelding er næsta verkefni hjá Fram en leikurinn fer fram næstkomandi föstudag. „Okkur líst bara mjög vel á það verkefni. Við tökum alltaf einn leik í einu og við ætlum bara að reyna að spila vel þar til að vinna Aftureldingu.“ Andri Stefánsson: Við vorum undir pari Andri Snær var ekki ánægður með leik sinna kvenna í dag. „Ég er hundsvekktur. Við spiluðum mjög illa í dag, gæðin voru ekki mikil í leiknum eins og við var að búast fyrir leikinn enda fyrsti leikur eftir pásu en ég er fyrst og fremst mjög svekktur,“ sagði Andri Snær þjálfari KA/Þór eftir tap á móti Fram í KA heimilinu í dag. „Við vorum að komast í góð færi lengst af en vorum að klikka mikið á færunum. Þegar líður svo á leikinn förum við að fara mjög illa með sóknirnar, við vorum að keyra alltof mikið inn á miðjuna og gerðum þetta alltof auðvelt fyrir vörn Fram. Við vorum mjög fyrirsjáanlegar. Það var líka eitt og annað í varnarleiknum sem að við getum gert miklu betur. Við erum bara undir pari.“ KA/Þór komst yfir í í fyrsta skipti í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir en náðu ekki að klára það. „Við erum í eltingarleik mest allan leikinn. Við fáum svo tækifæri í lokinn, komnar yfir og mómentið með okkur og það er það sem er svo svekkjandi. Við vorum í dauðafæri á að vinna þær. Við getum gert betur en við gerum í dag.“ KA/Þór situr í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig og eru því komnar 8 stigum á eftir Fram sem er í efsta sæti deildarinnar. „Það er bara gamla góða, næsti leikur. Við eigum leik á móti HK og það er fullt af leikjum eftir í deildinni. Við ætlum okkur að vinna úr þessu og gera betur í næsta leik á móti HK sem er bara mikilvægur leikur eins og reyndar allir leikir eru.“ „Það er fullt eftir af þessu móti og við ætlum að gera betur í næstu viku. Það er alveg á hreinu.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram
Fram vann mikilvægan sigur á deildarmeisturum KA/Þórs í KA heimilinu í dag. Það var mikil spenna í leiknum, lítið skorað og mistök á báða bóga sem endaði sem hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur. Leikurinn endaði með eins marka sigri Fram. Lokatölur 20 – 21. Fram styrkir þar með stöðu sína í deildinni og er nú kominn í 19 stig í efsta sæti deildarinnar en KA/Þór er því þriðja með 11 stig. Gestrnir hófu leikinn af miklum krafti og komust fljót í 0-3 stöðu. Það var ekki fyrr en á fimmtu mínútu leiksins að heimakonur komu boltanum framhjá Hafdís Renötudóttir í marki Fram sem var í miklu stuði. Fram hélt heimkonum alltaf í hæfilegri fjarlægð og leiddu með einum til fjórum mörkum langstæðsta hluta fyrri hálfleiksins, mest munaði fjórum mörkum á liðunum þegar um sex mínútur voru eftir af fyrri háfleik, 7-11. Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór ákváð þá að taka fyrsta leikhlé leiksins og það átti aldeilis eftir að skila sér. KA/Þór náði að minnka forskotið niður í eitt mark og hálfleikstölur því 10-11 fyrir gestina. Seinni hálfleikur var í raun sama uppskrift og sá fyrri. Gestirnir skoruðu fyrstu tvo mörk hálfleiksins og komu stöðunni í 10-13 en náðu aldrei almennilega að hrista KA/Þór af sér sem sömuleiðis gáfust ekki upp. Það bar árangur því KA/Þór náði af jafna leikinn í 17-17 þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum, var það jafnframt í fyrsta skipti í leiknum sem jafnt var á tölum. Gestirnir voru alltaf skrefinu á undan og það var því gegn gangi leiksins þegar heimakonur komust yfir 20-19 þegar um þrjár mínútur voru eftir, var það í fyrsta skipti í leiknum sem heimakonur komust yfir. Það stóð þó ekki lengi, Framkonur jöfnuðu í næstu sókn og KA/Þór konur töpuðu boltanum í næstu sókn á eftir. Það var svo marka maskínan Ragnheiður Júlísdóttir sem kom Fram yfir á nýjan leik, 20-21 sem reyndist sigurmarkið. KA/Þór fékk tækifæri til að jafna þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum en aftur töpuðu þær boltanum og Framkonur gátu fagnað sigri. Fram er því áfram á toppi deildarinnar, nú með 19 stig. KA/Þór konur eru í því þriðja með 11 stig. Afhverju vann Fram? Þrátt fyrir að heimakonur hafi komist yfir í lok leiks þá var sigurinn nokkuð verðskuldaður. Fram leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefi á undan heimakonum. Svo munar um minna að hafa markmann sem ver 50% skota sem komu á markið. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir var eins og áður sagði frábær í marki Fram en hún varði 18 skot og var með 50% markvörslu. Ragnheiður Júlíusdóttir var frábær í fyrri hálfleik með sjö mörk og endaði leikinn með 9 mörk þar af skoraði hún sigurmarkið mikilvæga þegar lítið var eftir. Hildur Þorgeirsdóttir skapaði níu færi og skoraði sjálf þrjú mörk. Sunna Guðrún Pétursdóttir átti frábæra innkomu í fyrri hálfleik og var ein af stoðum þess að KA/Þór var inni í leiknum þegar flautað var til hálfleiks en hún varði 6 skot og var með 75% markvörslu þegar gengið var til búningsklefa. Rut Jónsdóttir skoraði 7 mörk og skapaði fjögur færi. Aldís Ásta var einnig öflug í sóknarleiknum en hún skoraði fimm mörk og skapaði sjö færi. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá báðum liðum var brösulegur og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Heimakonur fengu kjörið tækifæri annars vegar til að komast aftur yfir í leiknum þegar minna en mínúta var eftir en tapa boltanum. Þær fá svo aftur tækifæri til að jafna þegar nokkrar sekúndur voru eftir en töpuðu aftur boltanum, virkilega dýrt. Hvað gerist næst? Fram fær Aftureldingu í heimsókn næstkomandi föstudag, leikurinn fer fram kl. 18:00. KA/Þór heimsækir HK á laugardeginum og fer sá leikur fram kl. 15:00. Stefán Arnarsson: Við viljum vera á toppnum Stefán Arnarsson var ánægður með sínar konur í dag „Ég er mjög ánægður. Ég sagði fyrir leikinn að þetta er sterkt lið sem við vorum að spila á móti og það að vinna hér er alveg frábært,“ sagð Stefán Arnarsson þjálfari Fram eftir góðan útisigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að spila góða vörn og það gekk. Markvarslan var mjög góð hjá okkur og ég held að það hafi komið þessum sigri í höfn.“ Fram er á toppi deildarinnar með 19 stig. „Við viljum vera á toppnum og það er gott að vera þar en það er bara janúar og við erum ekki alltof mikið að pæla í því. Við viljum alltaf gera vel og vinna alla leiki þess vegna er ég ánægður að vinna þennan leik.“ Hafdís Renötudóttir og Ragnheiður Júlísdóttir áttu báðar mjög góðan leik í dag. Hafdís með 50% markvörslu og Ragnheiður með 9 mörk. „Við erum með marga góða leikmenn og þær stóðu sig mjög vel en í dag var þetta liðsigur vegna þess að þær voru allar virkilega góðar hjá okkur.“ Þrátt fyrir að vera yfir lungað úr leiknum áttu Framkonur erfitt með að hrista heimakonur af sér og misstu nokkrum sinnum niður góða forystu, meðal annars í lok fyrri hálfleiks. „Við fáum hraðaupphlaup og hefðum geta komið leiknum í 12-7 en við klikkuðum og það var ekki gott. Svo missum við boltann tvisvar klaufalega og fáum hraðaupphlaup á okkur í lok fyrri hálfleiks og svo gerum við svipað í seinni. Svo komast þær yfir í fyrsta skipti þegar það eru þrjár mínútur eftir og það er ótrúlega sterkt hjá mínu liði að jafna og komast aftur yfir og klára leikinn.“ Afturelding er næsta verkefni hjá Fram en leikurinn fer fram næstkomandi föstudag. „Okkur líst bara mjög vel á það verkefni. Við tökum alltaf einn leik í einu og við ætlum bara að reyna að spila vel þar til að vinna Aftureldingu.“ Andri Stefánsson: Við vorum undir pari Andri Snær var ekki ánægður með leik sinna kvenna í dag. „Ég er hundsvekktur. Við spiluðum mjög illa í dag, gæðin voru ekki mikil í leiknum eins og við var að búast fyrir leikinn enda fyrsti leikur eftir pásu en ég er fyrst og fremst mjög svekktur,“ sagði Andri Snær þjálfari KA/Þór eftir tap á móti Fram í KA heimilinu í dag. „Við vorum að komast í góð færi lengst af en vorum að klikka mikið á færunum. Þegar líður svo á leikinn förum við að fara mjög illa með sóknirnar, við vorum að keyra alltof mikið inn á miðjuna og gerðum þetta alltof auðvelt fyrir vörn Fram. Við vorum mjög fyrirsjáanlegar. Það var líka eitt og annað í varnarleiknum sem að við getum gert miklu betur. Við erum bara undir pari.“ KA/Þór komst yfir í í fyrsta skipti í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir en náðu ekki að klára það. „Við erum í eltingarleik mest allan leikinn. Við fáum svo tækifæri í lokinn, komnar yfir og mómentið með okkur og það er það sem er svo svekkjandi. Við vorum í dauðafæri á að vinna þær. Við getum gert betur en við gerum í dag.“ KA/Þór situr í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig og eru því komnar 8 stigum á eftir Fram sem er í efsta sæti deildarinnar. „Það er bara gamla góða, næsti leikur. Við eigum leik á móti HK og það er fullt af leikjum eftir í deildinni. Við ætlum okkur að vinna úr þessu og gera betur í næsta leik á móti HK sem er bara mikilvægur leikur eins og reyndar allir leikir eru.“ „Það er fullt eftir af þessu móti og við ætlum að gera betur í næstu viku. Það er alveg á hreinu.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti