Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2022 16:01 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim. „Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í pistli á Vísi í dag. Fimm þjóðþekktir karlmenn stigu í gær til hliðar úr störfum sínum í kjölfar frásagnar ungrar konu sem sakar fjóra þeirra um kynferðisofbeldi. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Drífa dáist að konum á borð við Vítalíu. „Þær taka sér svigrúm og rými sem konur af minni kynslóð hefðu aldrei gert nema vera með fullkomlega útpælda frásögn, helst með sönnunargögnum og eftir að hafa „unnið úr“ málunum í ár og jafnvel áratugi.“ Hún segir þessar konur ekki hika við að horfa í augun á valdamiklum mönnum og segja þeim til syndanna, krefja þá um að axla ábyrgð. Þær geri það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „fullkomnu fórnarlömb“. Vöruðu við einstaka mönnum „Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum. Ef við voguðum okkur út á hinn opinbera vettvang að krefjast úrbóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, fengum við yfir okkur holskeflu af ofbeldis- og nauðgunarhótunum, auk þess sem efast var um allt sem fram kom. Þá stóð slagurinn um hvort svona ofbeldi væri yfirleitt til. Þær konur sem nú stíga fram fá sannarlega mótbyr, en þær hafa um leið endurskilgreint umræðuna. Þær sýna hver annarri stuðning og í sameiningu afhjúpa þær hvað málflutningurinn gegn konum hefur verið veikburða. Stuðningurinn er meiri og við allar sterkari fyrir vikið.“ Hún segir valdamisvægi í samfélaginu vera af ýmsum toga. „Það getur verið aldursbundið, kynbundið og tekjubundið. Það getur endurspeglast í ólíkum tengslum, að eiga rödd og hafa formleg völd gagnvart öðrum sem hafa það ekki. Valdamisvægið er líka á milli atvinnurekenda og launafólks, á milli leigusala og leigjenda, milli lánveitenda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo framvegis. Þess vegna er svo dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum. Þar sem konur sem hafa verið beittar kúgun vegna aldurs, kyns og stéttar rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins.“ Hún hvetur konur til dáða á nýju ári. „Þetta ár fer sannarlega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upprætum ofbeldi og köstum af okkur viðjum meðvirkninnar með valdinu!“ MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33 Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
„Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í pistli á Vísi í dag. Fimm þjóðþekktir karlmenn stigu í gær til hliðar úr störfum sínum í kjölfar frásagnar ungrar konu sem sakar fjóra þeirra um kynferðisofbeldi. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Drífa dáist að konum á borð við Vítalíu. „Þær taka sér svigrúm og rými sem konur af minni kynslóð hefðu aldrei gert nema vera með fullkomlega útpælda frásögn, helst með sönnunargögnum og eftir að hafa „unnið úr“ málunum í ár og jafnvel áratugi.“ Hún segir þessar konur ekki hika við að horfa í augun á valdamiklum mönnum og segja þeim til syndanna, krefja þá um að axla ábyrgð. Þær geri það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „fullkomnu fórnarlömb“. Vöruðu við einstaka mönnum „Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum. Ef við voguðum okkur út á hinn opinbera vettvang að krefjast úrbóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, fengum við yfir okkur holskeflu af ofbeldis- og nauðgunarhótunum, auk þess sem efast var um allt sem fram kom. Þá stóð slagurinn um hvort svona ofbeldi væri yfirleitt til. Þær konur sem nú stíga fram fá sannarlega mótbyr, en þær hafa um leið endurskilgreint umræðuna. Þær sýna hver annarri stuðning og í sameiningu afhjúpa þær hvað málflutningurinn gegn konum hefur verið veikburða. Stuðningurinn er meiri og við allar sterkari fyrir vikið.“ Hún segir valdamisvægi í samfélaginu vera af ýmsum toga. „Það getur verið aldursbundið, kynbundið og tekjubundið. Það getur endurspeglast í ólíkum tengslum, að eiga rödd og hafa formleg völd gagnvart öðrum sem hafa það ekki. Valdamisvægið er líka á milli atvinnurekenda og launafólks, á milli leigusala og leigjenda, milli lánveitenda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo framvegis. Þess vegna er svo dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum. Þar sem konur sem hafa verið beittar kúgun vegna aldurs, kyns og stéttar rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins.“ Hún hvetur konur til dáða á nýju ári. „Þetta ár fer sannarlega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upprætum ofbeldi og köstum af okkur viðjum meðvirkninnar með valdinu!“
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33 Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33
Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53
Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu