Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 11:15 Logfræðingar Novaks Djokovic segja að tenniskappinn hafi greinst með kórónuveiruna í desember og því hafi honum verið veitt undanþága frá bólusetningu. Juan Naharro Gimenez/Getty Images for Lexus Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. Djokovic lenti í Ástralíu í vikunni til að taka þátt í Opna ástralska meistaramótinu, en var meinaður aðgangur að landinu þar sem að landamæraverðir sögðu hann ekki geta sýnt fram á sönnun um bólusetningu gegn kórónuveirunni og að fyrri sýking væri ekki gild ástæða til að koma til landsins án bólusetningar. Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, bíður nú á sóttkvíarhóteli eftir að mál hans verði tekið upp í dómstólum næstkomandi mánudag. Hann hafði áður fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu til að taka þátt í mótinu, en sú undanþága olli miklum usla innan ástralsks samfélags, en Djokovic hefur talað gegn bólusetningum. Í dómsskjölum sem birtust í dag segir lögfræðingur tenniskappans að hann hafi fengið tímabundna vegabréfsáritun og læknisfræðilega undanþágu frá bólusetningu við kórónuveirunni frá ástralska tennissambandinu vegna nýlegrar sýkingar. Þá kemur einnig fram í skjölunum að undanþáguskírteinið hafi staðfest að 14 dögum eftir að hafa greinst með veiruna hafi Djokovic ekki verið með hita eða sýnt önnur einkenni Covid-19 seinustu þrjá sólarhringa. A question lingering: if Djokovic was claiming a coronavirus positive in last six months as reason for an exemption, when did he get it?According to BBC, his lawyers say that Djokovic tested positive very recently, less than a month ago, on December 16.https://t.co/w1JBE4vFp8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 8, 2022 Undanþágan var veitt af tveimur sjálfstæðum læknateymum sem ástralska tennissambandið útvegaði, ásamt Victoríuríki þar í landi. Eins og áður segir er Djokivic staddur á sóttkvíarhóteli, en umrætt hótel hefur verið gagnrýnt af þeim sem þar hafa dvalið fyrir slæman aðbúnað. Lögfræðingar tenniskappans hafa því farið fram á að hann verði færður á annað hótel sem myndi gefa honum kost á að æfa fyrir Opna ástralska meistaramótið. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Sjá meira
Djokovic lenti í Ástralíu í vikunni til að taka þátt í Opna ástralska meistaramótinu, en var meinaður aðgangur að landinu þar sem að landamæraverðir sögðu hann ekki geta sýnt fram á sönnun um bólusetningu gegn kórónuveirunni og að fyrri sýking væri ekki gild ástæða til að koma til landsins án bólusetningar. Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, bíður nú á sóttkvíarhóteli eftir að mál hans verði tekið upp í dómstólum næstkomandi mánudag. Hann hafði áður fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu til að taka þátt í mótinu, en sú undanþága olli miklum usla innan ástralsks samfélags, en Djokovic hefur talað gegn bólusetningum. Í dómsskjölum sem birtust í dag segir lögfræðingur tenniskappans að hann hafi fengið tímabundna vegabréfsáritun og læknisfræðilega undanþágu frá bólusetningu við kórónuveirunni frá ástralska tennissambandinu vegna nýlegrar sýkingar. Þá kemur einnig fram í skjölunum að undanþáguskírteinið hafi staðfest að 14 dögum eftir að hafa greinst með veiruna hafi Djokovic ekki verið með hita eða sýnt önnur einkenni Covid-19 seinustu þrjá sólarhringa. A question lingering: if Djokovic was claiming a coronavirus positive in last six months as reason for an exemption, when did he get it?According to BBC, his lawyers say that Djokovic tested positive very recently, less than a month ago, on December 16.https://t.co/w1JBE4vFp8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 8, 2022 Undanþágan var veitt af tveimur sjálfstæðum læknateymum sem ástralska tennissambandið útvegaði, ásamt Victoríuríki þar í landi. Eins og áður segir er Djokivic staddur á sóttkvíarhóteli, en umrætt hótel hefur verið gagnrýnt af þeim sem þar hafa dvalið fyrir slæman aðbúnað. Lögfræðingar tenniskappans hafa því farið fram á að hann verði færður á annað hótel sem myndi gefa honum kost á að æfa fyrir Opna ástralska meistaramótið.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Sjá meira
Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00
Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51
Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30