Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2022 12:54 Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri samtakanna Transparency International. Vísir Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. Hún var hröð atburðarásin í liðinni viku þegar mennirnir ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir hinnar 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu um fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við þann fimmta. Vítalía sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur sem Edda Falak stjórnar fyrr í vikunni. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, segir að samfélagsleg staða gerenda í kynferðisbrotamálum, eins og samfélagstengingar og áhrifanet, hafi áhrif á líðan brotaþola og getu til að leita réttar síns. „Það er mjög þekkt í spillingarfræðum og baráttu gegn spillingu að vald og ásýnd valds hefur auðvitað mjög mikil áhrif. Í þessum málum, og kannski sérstaklega þessu máli, þá segir Vítalía í viðtalinu og talar um hvernig völd og tengsl og netið í kringum þessa menn hefur haft áhrif á hennar baráttu,“ segir Atli. Brotin eðlisólík en árásirnar þær sömu Atli Þór segir að þrátt fyrir að brotin séu eðlisólík séu árásirnar sem uppljóstrar verði fyrir að mörgu leyti keimlíkar þeim sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir: „Uppljóstrarar þurfa sérstaka vernd gagnvart þessum árásum og tilraunum til að grafa undan þeim og annað slíkt þá leiðir það einfaldlega af sér að brotaþolar í þessum málaflokki þurfa þessa vernd.“ Einn þeirra manna sem hafa verið til umræðu í tengslum við málið er Logi Bergmann fjölmiðlamaður. Logi birti færslu á Facebook í kjölfar ásakananna og sagðist saklaus, en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks. Fjölmargir „líkuðu við færsluna,“ meðal annars Áslaug Arna vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er rosalega auðvelta að segja: Læk getur þýtt hitt og þetta en það vita það allir sem starfa í fjölmiðlum eða í stjórnmálum að svona yfirlýsingar á netinu um svona mál, og þá sérstaklega þegar fólk er að berjast fyrir sinni hlið, eru liðsöfnun,“ segir Atli og bætir við að það sé ekki eðlilegt að fólk í áhrifastöðum læki við sams konar færslur eins og þar var gert. Kerfisbundið vantraust á meðferð kynferðisbrota Atli segir kerfisbundið vantraust á meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og að óraunhæfar kröfur séu reglulega settar á þolendur í slíkum málum. „Samlíkingar við dómstóla götunnar og yfirlætisfullir frasar um sakleysi uns sekt sé sönnuð,“ séu einfaldlega ekki þau viðbrögð sem nú þarf. „Raunin er sú að fæst þessi mál ná til dómstóla, það er erfitt að kæra og það er oft skilningsleysi á því hvers eðlis þessi brot eru. Þegar fólk upplifir það, þá leitar það næstu leiða. Ef við viljum að þessi mál fari fyrir dómstóla en séu ekki leyst á samfélagsmiðlum, þá þurfum við auðvitað að sjá til þess að kerfið sé sanngjarnt,“ segir Atli Þór MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Hún var hröð atburðarásin í liðinni viku þegar mennirnir ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir hinnar 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu um fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við þann fimmta. Vítalía sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur sem Edda Falak stjórnar fyrr í vikunni. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, segir að samfélagsleg staða gerenda í kynferðisbrotamálum, eins og samfélagstengingar og áhrifanet, hafi áhrif á líðan brotaþola og getu til að leita réttar síns. „Það er mjög þekkt í spillingarfræðum og baráttu gegn spillingu að vald og ásýnd valds hefur auðvitað mjög mikil áhrif. Í þessum málum, og kannski sérstaklega þessu máli, þá segir Vítalía í viðtalinu og talar um hvernig völd og tengsl og netið í kringum þessa menn hefur haft áhrif á hennar baráttu,“ segir Atli. Brotin eðlisólík en árásirnar þær sömu Atli Þór segir að þrátt fyrir að brotin séu eðlisólík séu árásirnar sem uppljóstrar verði fyrir að mörgu leyti keimlíkar þeim sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir: „Uppljóstrarar þurfa sérstaka vernd gagnvart þessum árásum og tilraunum til að grafa undan þeim og annað slíkt þá leiðir það einfaldlega af sér að brotaþolar í þessum málaflokki þurfa þessa vernd.“ Einn þeirra manna sem hafa verið til umræðu í tengslum við málið er Logi Bergmann fjölmiðlamaður. Logi birti færslu á Facebook í kjölfar ásakananna og sagðist saklaus, en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks. Fjölmargir „líkuðu við færsluna,“ meðal annars Áslaug Arna vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er rosalega auðvelta að segja: Læk getur þýtt hitt og þetta en það vita það allir sem starfa í fjölmiðlum eða í stjórnmálum að svona yfirlýsingar á netinu um svona mál, og þá sérstaklega þegar fólk er að berjast fyrir sinni hlið, eru liðsöfnun,“ segir Atli og bætir við að það sé ekki eðlilegt að fólk í áhrifastöðum læki við sams konar færslur eins og þar var gert. Kerfisbundið vantraust á meðferð kynferðisbrota Atli segir kerfisbundið vantraust á meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og að óraunhæfar kröfur séu reglulega settar á þolendur í slíkum málum. „Samlíkingar við dómstóla götunnar og yfirlætisfullir frasar um sakleysi uns sekt sé sönnuð,“ séu einfaldlega ekki þau viðbrögð sem nú þarf. „Raunin er sú að fæst þessi mál ná til dómstóla, það er erfitt að kæra og það er oft skilningsleysi á því hvers eðlis þessi brot eru. Þegar fólk upplifir það, þá leitar það næstu leiða. Ef við viljum að þessi mál fari fyrir dómstóla en séu ekki leyst á samfélagsmiðlum, þá þurfum við auðvitað að sjá til þess að kerfið sé sanngjarnt,“ segir Atli Þór
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10