Þarf ég að biðjast vægðar? Ingvar Arnarson skrifar 9. janúar 2022 15:00 Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingvar Arnarson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun