Bob Saget er látinn Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2022 07:21 Margir þekkja Bob Saget einnig sem sögumanninn í þáttunum How I Met Your Mother. AP Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. Starfsfólk hótelsins kallaði til sjúkralið eftir að hafa komið að Saget meðvitundarlausum og var hann svo úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki liggur fyrir um orsök andlátsins að svo stöddu, en í frétt BBC er tekið fram að ekki neitt saknæmt hafi átt sér stað. Saget var nýbyrjaður í uppistandsferðalagi og hafði skemmt áhorfendum í Jacksonville í Flórída síðast á laugardagkvöldinu. Að sýningu lokinni deildi hann því á Instagram hvað hann væri ánægður með að vera byrjaður að skemmta á ný. View this post on Instagram A post shared by Bob (@bobsaget) Í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995 fór Saget með hlutverk ekkilsins Danny Tanner og sagði þar frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Asley Olsoen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega. Samstarfsmenn Sagets hafa margir minnst hans á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal Candace Cameron Bure, sem fór með hlutverk DJ Tanner í Full House og Fuller House. I don t know what to say . I have no words. Bob was one of the best humans beings I ve ever known in my life. I loved him so much.— Candace Cameron Bure (@candacecbure) January 10, 2022 I am broken. I am gutted. I am in complete and utter shock. I will never ever have another friend like him. I love you so much Bobby.— John Stamos (@JohnStamos) January 10, 2022 I just can t believe it. What a wonderful guy. He always went out of his way to make me comfortable and talked nonstop about his kids. Such a loss pic.twitter.com/Yr6C3R4lEW— Kat Dennings (@OfficialKat) January 10, 2022 Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Uppistand Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Starfsfólk hótelsins kallaði til sjúkralið eftir að hafa komið að Saget meðvitundarlausum og var hann svo úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki liggur fyrir um orsök andlátsins að svo stöddu, en í frétt BBC er tekið fram að ekki neitt saknæmt hafi átt sér stað. Saget var nýbyrjaður í uppistandsferðalagi og hafði skemmt áhorfendum í Jacksonville í Flórída síðast á laugardagkvöldinu. Að sýningu lokinni deildi hann því á Instagram hvað hann væri ánægður með að vera byrjaður að skemmta á ný. View this post on Instagram A post shared by Bob (@bobsaget) Í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995 fór Saget með hlutverk ekkilsins Danny Tanner og sagði þar frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Asley Olsoen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega. Samstarfsmenn Sagets hafa margir minnst hans á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal Candace Cameron Bure, sem fór með hlutverk DJ Tanner í Full House og Fuller House. I don t know what to say . I have no words. Bob was one of the best humans beings I ve ever known in my life. I loved him so much.— Candace Cameron Bure (@candacecbure) January 10, 2022 I am broken. I am gutted. I am in complete and utter shock. I will never ever have another friend like him. I love you so much Bobby.— John Stamos (@JohnStamos) January 10, 2022 I just can t believe it. What a wonderful guy. He always went out of his way to make me comfortable and talked nonstop about his kids. Such a loss pic.twitter.com/Yr6C3R4lEW— Kat Dennings (@OfficialKat) January 10, 2022
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Uppistand Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira