Seldu æskuheimilið og flúðu sveitarfélagið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. janúar 2022 11:30 Alma Björk var viðmælandi í annað skipti í Spjallið með Góðvild sem kom út í dag. Mission framleiðsla Alma Björk Ástþórsdóttir hefur talað opinskátt um skóla án aðgreiningar og að þetta kerfi virki ekki fyrir börn með sérþarfir. Í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild segir Alma frá því að hún þurfti að flýja bæjarfélagið sitt til að fá betri þjónustu fyrir son sinn. Alma er móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir. Hún fór á síðasta ári í mál við Íslenska ríkið vegna þjónustu við börn með sérþarfir innan skólakerfisins hér á landi. Öryrkjabandalagið styður málsóknina, sem er svokallað prófmál. „Það er verið að krefjast þess í nokkrum málum, það voru tekin sérstaklega fjögur mál, þar sem að farið er fram á að börn í þeim málum fái þá þjónustu í skólanum sem var ekki verið að veit sem á samkvæmt lögum að veita.“ Eina lausnin að flytja Eitt af þessum málum varðar son Ölmu og segir hún að nú sé verið að undirbúa að fara með málið af stað fyrir dómstólum. „Það sem að gerist í millitíðinni er að við flytjum úr sveitarfélaginu, við hreinlega flýjum Hafnarfjörð út af barninu okkar. Við erum búin að búa þarna í þrettán ár.“ Alma segir að barninu og foreldrunum hafi einfaldlega ekki liðið vel í bæjarfélaginu. „Þetta var eina lausnin sem við sáum í stöðunni. Að selja æskuheimili barnanna okkar og fara. Aðferðirnar mannréttindabrot Hún ræðir í viðtalinu um gulu herbergin sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu mánuði og aðferðirnar sem notaðar eru í Brúarskóla. „Vandamálið er að þessar aðferðir sem er verið að nota þær brjóta á þessum börnum. Þetta eru ólöglegar aðferðir. Þú mátt ekki þvinga aðra manneskju á þennan hátt eins og er gert samkvæmt þessu verklagi.“ Alma segir að starfsfólk skólanna þurfi einfaldlega betri tól til að vinna með þessum börnum. Að hennar mati er skammarlegt að það þurfi alltaf að fara í málaferli til að ná fram réttindum sem eru nú þegar löggild. Þátturinn kom út á Vísi í dag og er hægt að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Alma Björk mætir í annað viðtal Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30 Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. 17. ágúst 2021 21:01 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Sjá meira
Alma er móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir. Hún fór á síðasta ári í mál við Íslenska ríkið vegna þjónustu við börn með sérþarfir innan skólakerfisins hér á landi. Öryrkjabandalagið styður málsóknina, sem er svokallað prófmál. „Það er verið að krefjast þess í nokkrum málum, það voru tekin sérstaklega fjögur mál, þar sem að farið er fram á að börn í þeim málum fái þá þjónustu í skólanum sem var ekki verið að veit sem á samkvæmt lögum að veita.“ Eina lausnin að flytja Eitt af þessum málum varðar son Ölmu og segir hún að nú sé verið að undirbúa að fara með málið af stað fyrir dómstólum. „Það sem að gerist í millitíðinni er að við flytjum úr sveitarfélaginu, við hreinlega flýjum Hafnarfjörð út af barninu okkar. Við erum búin að búa þarna í þrettán ár.“ Alma segir að barninu og foreldrunum hafi einfaldlega ekki liðið vel í bæjarfélaginu. „Þetta var eina lausnin sem við sáum í stöðunni. Að selja æskuheimili barnanna okkar og fara. Aðferðirnar mannréttindabrot Hún ræðir í viðtalinu um gulu herbergin sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu mánuði og aðferðirnar sem notaðar eru í Brúarskóla. „Vandamálið er að þessar aðferðir sem er verið að nota þær brjóta á þessum börnum. Þetta eru ólöglegar aðferðir. Þú mátt ekki þvinga aðra manneskju á þennan hátt eins og er gert samkvæmt þessu verklagi.“ Alma segir að starfsfólk skólanna þurfi einfaldlega betri tól til að vinna með þessum börnum. Að hennar mati er skammarlegt að það þurfi alltaf að fara í málaferli til að ná fram réttindum sem eru nú þegar löggild. Þátturinn kom út á Vísi í dag og er hægt að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Alma Björk mætir í annað viðtal
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30 Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. 17. ágúst 2021 21:01 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Sjá meira
„Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30
Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. 17. ágúst 2021 21:01