„Ánægður með að sigra leikinn. Við vorum í vandræðum með að stoppa þá allan tímann og þeir voru áræðnir að sækja á okkur en við vorum áræðnir á móti og erum að sækja mikið á körfuna og skjótum 34 vítum í leiknum sem þýðir að liðið hafi verið áræðið.”
Tindastóll hafði fyrir leikinn í dag ekki spilað leik í 25 daga en þá tapaði liðið heima fyrir Þór Þorlákshöfn með 43 stigum. Hvernig var leikplanið í dag eftir svona langt stopp?
„Það var aðallega að hafa gaman að því að spila körfu, af því að þegar þú lendir í þessu stoppi og búið að vera erfitt og svona, þá viltu finna gleðina þannig að það var fókusinn.”
„Þú vilt bara spila strax aftur leik eftir svoleiðis frammistöðu. Jólin alveg tóku í að taka þennan leik og svo beint í sóttkví þannig það er bara bjart framundan”, sagði Baldur ennfremur varðandi þetta covid-stopp hjá Tindastóli.
Javon Bess endaði með 34 stig og Taiwo Badmus með 30 stig og voru þeir langbestu menn Stólanna í kvöld.
„Þetta kom svolítið upp í hendurnar á þeim. Mér fannst Pétur og Sigtryggur gera vel í að hreyfa boltann og við vorum áræðnir en samt svona boltahreyfing og bara gekk vel að brjóta teiginn þeirra þannig það var bara flott að þeir hafi verið að skora.”
Thomas Massamba er farinn til síns heima og spilar ekki meira með Tindastóli. Baldur segir að þeir hafi einfaldlega verið að skipta honum út fyrir annan leikmann. En liðið hefur nú þegar samið við króatann Zoran Vrkic sem er 203 cm á hæð og reynslumikill enda orðinn 34 ára gamall.
„Við erum búnir að bæta við okkur stærri manni og áfram með lífið”.
“Zoran er kominn með leikheimild og verður með í næsta leik. Hann kemur með reynslu inn í þetta, er fæddur 87 og búinn að spila í efstu deild á Spáni, efstu deild í Grikklandi og bara búinn að spila á mörgum stöðum og kann leikinn. Hann er svona ‘stretch fjarki’ þannig hann á að geta opnað gólfið okkar og svo náttúrulega bara stór líkami sem hjálpar líka í þessari deild.”
Næsti leikur er strax á föstudaginn við Val en þeim leik var einnig frestað um daginn. Baldur er spenntur fyrir næstu leikjum.
„Við þurfum leiki og þótt við hikstum eitthvað eftir að hafa verið í þessum covid veikindum og allt að þá þurfum við að spila og koma okkur í gegnum hindrunina og halda áfram og bara allt Sauðarkrókssamfélagið þarf bara að halda haus, þannig er það bara.