Norrköping birti færslu þess efnis á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að leyfa Finn Tómas að róa í aðra átt og leita að nýrri áskorun annarsstaðar.
Finnur Tómas Pálmason och IFK Norrköping har tillsammans tagit beslutet att gå skilda vägar. Samtidigt förlängs utlåningen av Kevin Alvarez med Real España.
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) January 11, 2022
#ifknorrköping
Läs mer på hemsidan: https://t.co/R0cEWA9XqD
Finnur Tómas er tvítugur miðvörður sem er uppalinn hjá KR. Spilaði hann stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins sumarið 2019. Hann fór til Norrköping í janúar á síðasta ári en var lánaður til KR síðasta sumar.
Aðeins ári eftir að festa kap á miðverðinum unga - sem er nú staddur með íslenska A-landsliðinu í Belek í Tyrklandi - hefur IFK Norrköping ákveðið að félagið þurfi ekki á kröftum hans að halda.
Finnur Tómas á að baki 9 leiki með U-21 árs landsliði Íslands og gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik bráðlega þar sem Ísland mætir Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi á næstu dögum.