Dæmdur í fjögurra ára keppnisbann vegna veðmálasvindls Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 07:00 Pawel Cibicki í leik með Elfsborg. EPA-EFE/Adam Ihse Sænski knattspyrnumaðurinn Pawel Cibicki hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann vegna veðmálasvindls. Frá þessu greindi alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, í gær. Í desember greindi Vísir frá því að Cibicki hefði fengið tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að ná sér vísvitandi í gult spjald í leik gegn greiðslu. Þá hafði sænska knattspyrnusambandið dæmt Cibicki í fjögurra ára keppnisbann innan Svíþjóðar. Árið 2019 var Cibicki á láni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg frá Leeds United í Englandi. Talið er að leikmaðurinn hafi fengið 4,3 milljónir króna fyrir að fá gult spjald í leik Elfsborg og Kalmar. Þegar skammt var til leiks voru opnaðir 27 nýir veðmálareikningar þar sem veðjað var á að Cibicki fengi spjald. Hinn 27 ára gamli Cibicki hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og vildi meina að milljónirnar sem hann fékk hefðu verið lán. Cibicki er í dag leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi og því hafði dómur sænska knattspyrnusambandsins engin áhrif á hann. Nú hefur FIFA hins vegar ákveðið að gera slíkt hið sama og dæma hann í fjögurra ára bann. Bannið nær yfir öll aðildarlönd FIFA. JUST NU: Fifa stänger av Pawel Cibicki från spel i hela världen i fyra århttps://t.co/o7zUeGGqyQ— Sportbladet (@sportbladet) January 11, 2022 Cibicki lék með Leeds frá 2017-2020 en spilaði lítið og var lánaður til Molde í Noregi, Elfsborg í Svíþjóð og ADO Den Haag í Hollandi. Síðustu tvö ár hefur hann verið leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi. Hann hefur áfrýjað máli sínu í Svíþjóð og ef sænska íþróttsambandið kemst að annarri niðurstöðu en knattspyrnusamband landsins gæti farið svo að FIFA breyti ákvörðun sinni. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Í desember greindi Vísir frá því að Cibicki hefði fengið tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að ná sér vísvitandi í gult spjald í leik gegn greiðslu. Þá hafði sænska knattspyrnusambandið dæmt Cibicki í fjögurra ára keppnisbann innan Svíþjóðar. Árið 2019 var Cibicki á láni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg frá Leeds United í Englandi. Talið er að leikmaðurinn hafi fengið 4,3 milljónir króna fyrir að fá gult spjald í leik Elfsborg og Kalmar. Þegar skammt var til leiks voru opnaðir 27 nýir veðmálareikningar þar sem veðjað var á að Cibicki fengi spjald. Hinn 27 ára gamli Cibicki hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og vildi meina að milljónirnar sem hann fékk hefðu verið lán. Cibicki er í dag leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi og því hafði dómur sænska knattspyrnusambandsins engin áhrif á hann. Nú hefur FIFA hins vegar ákveðið að gera slíkt hið sama og dæma hann í fjögurra ára bann. Bannið nær yfir öll aðildarlönd FIFA. JUST NU: Fifa stänger av Pawel Cibicki från spel i hela världen i fyra århttps://t.co/o7zUeGGqyQ— Sportbladet (@sportbladet) January 11, 2022 Cibicki lék með Leeds frá 2017-2020 en spilaði lítið og var lánaður til Molde í Noregi, Elfsborg í Svíþjóð og ADO Den Haag í Hollandi. Síðustu tvö ár hefur hann verið leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi. Hann hefur áfrýjað máli sínu í Svíþjóð og ef sænska íþróttsambandið kemst að annarri niðurstöðu en knattspyrnusamband landsins gæti farið svo að FIFA breyti ákvörðun sinni.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira