Sættir þú þig við 3000 evrur útborgaðar þegar þú átt að fá 4500 evrur útborgaðar? Ólafur Örn Jónsson skrifar 12. janúar 2022 11:01 Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar. Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum. Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur. Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár. Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar. Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar. Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum. Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur. Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár. Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar. Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun