Hin mikla Maya Gunnar Wiium skrifar 12. janúar 2022 17:00 Siddhartha Gautama a.k.a Buddha, var prins sem var uppi í eldgamladaga. Honum var haldið innan veggja ríkis og mataður af upplýsingum. Honum voru færðar konur og vín, matur og skemmtanir, gull og gimsteinar og allir voru ungir, allir voru hamingjusamir. Honum var færður sýndarveruleiki í samanburði við veruleikann sem beið hans handan múrsins. Foreldrar hans, Suddhodana og Maya Devi vildu bara bara vernda hann gegn þjáningu lífs og dauða, þau vildu aðeins skerma hann frá ellinni, sjúkdómum. Þau byggðu þennan sýndarveruleika þar sem allir voru ungir og glaðir af því virðist að þjóna velferð sonar síns en í raun ef grannt er skoðað var forsendan aðeins birtingarmynd þeirra eigin ósjálfbærni. Þannig er það nefnilega svo oft, við segjumst gera stöff til að vernda aðra en í raun erum við bara að skíthrædd og sækjumst eftir að verða valdameiri, búa yfir stjórn. Foreldrar Siddhartha sóttust eftir í örvæntingu eftir einskonar stjórn enda valdafólk með engin raunveruleg völd. Siddhartha sem hafði þróað með sér allskonar fíknihegðun innan þessa falskheims gekk fram á opnar dyr einn daginn, einhver hafði skitið á sig og gleymd að loka á eftir sér. Er Siddhartha gekk inn í hinn nýja heim sá hann flæmið sem engin hafði sagt honum frá. Heill heimur fullur af fólki, allskonar fólki. Hann gekk um borgina sem umkringdi hallarsvæðið og sá þá í fyrsta skiptið þjáninguna, þjáningu sem hann sjálfur lifði í án þess að gera sér grein fyrir að væri svo. Hann sá í fyrsta skiptið elli, sjúkdóma og dauða. Hann fylltist örvæntingu yfir þessari sannleikssýn sinni og yfirgaf hallargarðinn í þeim eina tilgangi að skilja uppruna þjáningarinnar og upprætingu. Þarna erum við, okkur er sýnt svæðið innan múra og veitar aðferðir og afþreying. Svolítið eins og í sögunni „A brave new world” eftir Aldous Huxley þar sem ofríki og sérfræðivélhyggja hefur tekið yfir, mannfólkið er framleitt í foreldralausu samfélagi af svokölluðum ölfum og því svo stjórnað með heilaþvætti og svokallaðri skyldögun. Utan vinnutíma er múgnum haldið niðri með stöðugri afþreyingu og skammtað Soma sem virðist vera hið ultimate drug og eflaust veruleiki handan við hornið. En aftur að Siddhartha. Hann hélt út í lífið, samfélagið, í leit sinni að tilgangi, sannleika. Hann einsetti sér finna frelsið undan möru efnishyggjunnar sem þvingað hafði verið á hann í örvæntingu foreldra sinni. Hann byrjað á að svipta sig öllu áþreifanlegu, klæðum og næringu. í Svelti, kulda og vosbúð var setið en þó óafvitandi um raunverulegan tilgang þess að svipta sig því sem áður voru hinir hverfulu tindar huga hans. Hann hélt í þessari leit sinni að lausnin lægi í sveltinu og að andinn myndi verðlauna hann að lokum, blekkingin mikla var en við lýði. Þessi hugmynd um afgerandi afstöðu í sitthvora áttina er eitthvað sem maðurinn hefur ekki aðgengi að nema þá til skamms tíma og aldrei án tilheyrandi þjáninga. Hin gyllti meðalvegur var það sem hann að lokum fann. Maðurinn er efnisvera hjúpuð í óendanleika guðlegs rýmis, guðlegs rýmis maðurinn reynir að ramma inn í sérfræðiþekkingu trekk í trekk með vonlausum árangri. Efnishyggjan þarf að hvíla í þessu stjórnleysi ef hún á að þrífast, endurnýjast. Við höfum enga stjórn, við þurfum enga stjórn og um leið að við sem heild áttum okkur á því öðlumst við hana. Siddhartha settist undir tréð með mat í maga og hét því að hreyfa sig ekki fyrr en guð hefði snert hann, óháð hvenær, hvernig og hvort. Hann fór í gegnum hinar ýmsu tálsýnir hvað varðar hina miklu Mayu og hann sigraði. Hann sá sjónhverfinguna fyrir það sem hún raunverulega var, fingur í jörðu og fingur til himins og vitund varð alsæla, nirvana, samadhi. Ástand sem öllum mönnum er ætlað og eru í raun okkar óumflýjanlegu örlög, hvers og eins, öll sem eitt. Okkur er ætlað samadhi, það er hið eina takmark. Svo hér erum við, með börnin okkar, í höll falskrar lýðheilsu, búin að koma upp sviði þar sem íbúar Kardimommubæjarins skemmta, afþreyja og svo er stingur og barnið hefur verið greint, flokkað á réttan stað í gagnagrunninn. Múrinn er raunverulegur en það eru dyr og þær eru opnar. Spurningin er hvort við höfum augu til að leita og hugrekki til að stíga úr Soma vímunni og yfir í skítugan heim þar sem við eldumst og deyjum? Höfum við hugrekki til að sjá fegurð í dauðanum og losna fyrir vikið undan mörunni sem foreldrið hefur sveipað okkur í skjóli nætur? Siddhartha varð Buddha og kenndi í 45 ár það sem hann hafði öðlast í gegn um sína andlegu vakningu. Að lokum lést hann þrátt fyrir allt úr matareitrun. Höfundur starfar sem smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Gunnar Dan Wiium Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Siddhartha Gautama a.k.a Buddha, var prins sem var uppi í eldgamladaga. Honum var haldið innan veggja ríkis og mataður af upplýsingum. Honum voru færðar konur og vín, matur og skemmtanir, gull og gimsteinar og allir voru ungir, allir voru hamingjusamir. Honum var færður sýndarveruleiki í samanburði við veruleikann sem beið hans handan múrsins. Foreldrar hans, Suddhodana og Maya Devi vildu bara bara vernda hann gegn þjáningu lífs og dauða, þau vildu aðeins skerma hann frá ellinni, sjúkdómum. Þau byggðu þennan sýndarveruleika þar sem allir voru ungir og glaðir af því virðist að þjóna velferð sonar síns en í raun ef grannt er skoðað var forsendan aðeins birtingarmynd þeirra eigin ósjálfbærni. Þannig er það nefnilega svo oft, við segjumst gera stöff til að vernda aðra en í raun erum við bara að skíthrædd og sækjumst eftir að verða valdameiri, búa yfir stjórn. Foreldrar Siddhartha sóttust eftir í örvæntingu eftir einskonar stjórn enda valdafólk með engin raunveruleg völd. Siddhartha sem hafði þróað með sér allskonar fíknihegðun innan þessa falskheims gekk fram á opnar dyr einn daginn, einhver hafði skitið á sig og gleymd að loka á eftir sér. Er Siddhartha gekk inn í hinn nýja heim sá hann flæmið sem engin hafði sagt honum frá. Heill heimur fullur af fólki, allskonar fólki. Hann gekk um borgina sem umkringdi hallarsvæðið og sá þá í fyrsta skiptið þjáninguna, þjáningu sem hann sjálfur lifði í án þess að gera sér grein fyrir að væri svo. Hann sá í fyrsta skiptið elli, sjúkdóma og dauða. Hann fylltist örvæntingu yfir þessari sannleikssýn sinni og yfirgaf hallargarðinn í þeim eina tilgangi að skilja uppruna þjáningarinnar og upprætingu. Þarna erum við, okkur er sýnt svæðið innan múra og veitar aðferðir og afþreying. Svolítið eins og í sögunni „A brave new world” eftir Aldous Huxley þar sem ofríki og sérfræðivélhyggja hefur tekið yfir, mannfólkið er framleitt í foreldralausu samfélagi af svokölluðum ölfum og því svo stjórnað með heilaþvætti og svokallaðri skyldögun. Utan vinnutíma er múgnum haldið niðri með stöðugri afþreyingu og skammtað Soma sem virðist vera hið ultimate drug og eflaust veruleiki handan við hornið. En aftur að Siddhartha. Hann hélt út í lífið, samfélagið, í leit sinni að tilgangi, sannleika. Hann einsetti sér finna frelsið undan möru efnishyggjunnar sem þvingað hafði verið á hann í örvæntingu foreldra sinni. Hann byrjað á að svipta sig öllu áþreifanlegu, klæðum og næringu. í Svelti, kulda og vosbúð var setið en þó óafvitandi um raunverulegan tilgang þess að svipta sig því sem áður voru hinir hverfulu tindar huga hans. Hann hélt í þessari leit sinni að lausnin lægi í sveltinu og að andinn myndi verðlauna hann að lokum, blekkingin mikla var en við lýði. Þessi hugmynd um afgerandi afstöðu í sitthvora áttina er eitthvað sem maðurinn hefur ekki aðgengi að nema þá til skamms tíma og aldrei án tilheyrandi þjáninga. Hin gyllti meðalvegur var það sem hann að lokum fann. Maðurinn er efnisvera hjúpuð í óendanleika guðlegs rýmis, guðlegs rýmis maðurinn reynir að ramma inn í sérfræðiþekkingu trekk í trekk með vonlausum árangri. Efnishyggjan þarf að hvíla í þessu stjórnleysi ef hún á að þrífast, endurnýjast. Við höfum enga stjórn, við þurfum enga stjórn og um leið að við sem heild áttum okkur á því öðlumst við hana. Siddhartha settist undir tréð með mat í maga og hét því að hreyfa sig ekki fyrr en guð hefði snert hann, óháð hvenær, hvernig og hvort. Hann fór í gegnum hinar ýmsu tálsýnir hvað varðar hina miklu Mayu og hann sigraði. Hann sá sjónhverfinguna fyrir það sem hún raunverulega var, fingur í jörðu og fingur til himins og vitund varð alsæla, nirvana, samadhi. Ástand sem öllum mönnum er ætlað og eru í raun okkar óumflýjanlegu örlög, hvers og eins, öll sem eitt. Okkur er ætlað samadhi, það er hið eina takmark. Svo hér erum við, með börnin okkar, í höll falskrar lýðheilsu, búin að koma upp sviði þar sem íbúar Kardimommubæjarins skemmta, afþreyja og svo er stingur og barnið hefur verið greint, flokkað á réttan stað í gagnagrunninn. Múrinn er raunverulegur en það eru dyr og þær eru opnar. Spurningin er hvort við höfum augu til að leita og hugrekki til að stíga úr Soma vímunni og yfir í skítugan heim þar sem við eldumst og deyjum? Höfum við hugrekki til að sjá fegurð í dauðanum og losna fyrir vikið undan mörunni sem foreldrið hefur sveipað okkur í skjóli nætur? Siddhartha varð Buddha og kenndi í 45 ár það sem hann hafði öðlast í gegn um sína andlegu vakningu. Að lokum lést hann þrátt fyrir allt úr matareitrun. Höfundur starfar sem smíðakennari.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun