Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2022 20:01 Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. „Við höfum verið að heyra það frá foreldrum og börnum að sýnatökurnar séu kannski gerðar á svolítið ógnvekjandi hátt. Börnin eru stundum hrædd við að þeim verði haldið niðri í sýnatökunni, að sjá önnur börn grátandi, og það ýtir undir kvíða hjá þeim. Við þurfum svolítið að passa upp á viðbrögðin okkar og hvernig við tökumst á við sýnatökur hjá börnum, og foreldrar að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna. Það er mjög mikilvægt að þau viti hvað er að gerast,” segir Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Hún segir að margt í faraldrinum hafi reynst börnunum erfitt; sóttkví, einangrun, sýnatökur og allt sem honum fylgir. „Við erum svolítið að taka börn úr þeirra daglega lífi og rútínu, sem getur valdið því að þau upplifa einmanaleika, depurð og kvíða fyrir því í hversu langan tíma þetta verður. Kvíða yfir að smita aðra í kringum sig og fleira, þannig að þetta hefur veruleg áhrif á líðan þeirra,” segir Nína. Þetta sé sömuleiðis álag á foreldra. „Við vitum það sjálf að þegar við erum kannski mikið í einangrun eða sóttkví og við náum ekki að sinna okkar áhugamálum og félagslegu tengslum að þá getum við fundið fyrir einamanaleika og depurð af þessu rútínuleysi.” Nína, ásamt tveimur öðrum barnasálfræðingum, skrifaði nýverið grein um hvernig nálgast eigi börnin í þessum óvenjulegu aðstæðum, til dæmis fyrir bólusetningar. Samtal og undirbúningur séu lykilþættir. „Það er að segja þeim hvernig ferlið verður, skref fyrir skref. Að það muni einhver taka á móti þeim, með grímu og kannski í galla. Svo kemur pinni sem er settur í nefið og útskýra þannig fyrir þeim hvert skref.” Þannig sé til dæmis sniðugt að gera þetta myndrænt. „En svo er það líka bara að taka samtalið: hverju hefurðu áhyggjur af, hvað óttastu, og fara yfir hvort óttinn sé raunhæfur eða ekki – til dæmis ef barnið heldur að pinninn fari alla leið upp í heila eða eitthvað slíkt.” Foreldrarnir þurfi líka að huga að nálguninni. „Við þurfum líka að passa okkar kvíða sem foreldrar. Til dæmis að segja ekki ítrekað „þetta verður allt í lagi”. Börn eru meðvituð um að þetta er kannski ekki eitthvað sem mamma og pabbi segja oft og í venjulegum aðstæðum eins og út í búð og svona. Það þarf að passa að yfirfæra ekki okkar kvíða yfir á börnin eins og til dæmis með að halda fast í höndina á þeim og annað slíkt.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bólusetningar Geðheilbrigði Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
„Við höfum verið að heyra það frá foreldrum og börnum að sýnatökurnar séu kannski gerðar á svolítið ógnvekjandi hátt. Börnin eru stundum hrædd við að þeim verði haldið niðri í sýnatökunni, að sjá önnur börn grátandi, og það ýtir undir kvíða hjá þeim. Við þurfum svolítið að passa upp á viðbrögðin okkar og hvernig við tökumst á við sýnatökur hjá börnum, og foreldrar að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna. Það er mjög mikilvægt að þau viti hvað er að gerast,” segir Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Hún segir að margt í faraldrinum hafi reynst börnunum erfitt; sóttkví, einangrun, sýnatökur og allt sem honum fylgir. „Við erum svolítið að taka börn úr þeirra daglega lífi og rútínu, sem getur valdið því að þau upplifa einmanaleika, depurð og kvíða fyrir því í hversu langan tíma þetta verður. Kvíða yfir að smita aðra í kringum sig og fleira, þannig að þetta hefur veruleg áhrif á líðan þeirra,” segir Nína. Þetta sé sömuleiðis álag á foreldra. „Við vitum það sjálf að þegar við erum kannski mikið í einangrun eða sóttkví og við náum ekki að sinna okkar áhugamálum og félagslegu tengslum að þá getum við fundið fyrir einamanaleika og depurð af þessu rútínuleysi.” Nína, ásamt tveimur öðrum barnasálfræðingum, skrifaði nýverið grein um hvernig nálgast eigi börnin í þessum óvenjulegu aðstæðum, til dæmis fyrir bólusetningar. Samtal og undirbúningur séu lykilþættir. „Það er að segja þeim hvernig ferlið verður, skref fyrir skref. Að það muni einhver taka á móti þeim, með grímu og kannski í galla. Svo kemur pinni sem er settur í nefið og útskýra þannig fyrir þeim hvert skref.” Þannig sé til dæmis sniðugt að gera þetta myndrænt. „En svo er það líka bara að taka samtalið: hverju hefurðu áhyggjur af, hvað óttastu, og fara yfir hvort óttinn sé raunhæfur eða ekki – til dæmis ef barnið heldur að pinninn fari alla leið upp í heila eða eitthvað slíkt.” Foreldrarnir þurfi líka að huga að nálguninni. „Við þurfum líka að passa okkar kvíða sem foreldrar. Til dæmis að segja ekki ítrekað „þetta verður allt í lagi”. Börn eru meðvituð um að þetta er kannski ekki eitthvað sem mamma og pabbi segja oft og í venjulegum aðstæðum eins og út í búð og svona. Það þarf að passa að yfirfæra ekki okkar kvíða yfir á börnin eins og til dæmis með að halda fast í höndina á þeim og annað slíkt.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bólusetningar Geðheilbrigði Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira