Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2022 20:01 Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. „Við höfum verið að heyra það frá foreldrum og börnum að sýnatökurnar séu kannski gerðar á svolítið ógnvekjandi hátt. Börnin eru stundum hrædd við að þeim verði haldið niðri í sýnatökunni, að sjá önnur börn grátandi, og það ýtir undir kvíða hjá þeim. Við þurfum svolítið að passa upp á viðbrögðin okkar og hvernig við tökumst á við sýnatökur hjá börnum, og foreldrar að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna. Það er mjög mikilvægt að þau viti hvað er að gerast,” segir Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Hún segir að margt í faraldrinum hafi reynst börnunum erfitt; sóttkví, einangrun, sýnatökur og allt sem honum fylgir. „Við erum svolítið að taka börn úr þeirra daglega lífi og rútínu, sem getur valdið því að þau upplifa einmanaleika, depurð og kvíða fyrir því í hversu langan tíma þetta verður. Kvíða yfir að smita aðra í kringum sig og fleira, þannig að þetta hefur veruleg áhrif á líðan þeirra,” segir Nína. Þetta sé sömuleiðis álag á foreldra. „Við vitum það sjálf að þegar við erum kannski mikið í einangrun eða sóttkví og við náum ekki að sinna okkar áhugamálum og félagslegu tengslum að þá getum við fundið fyrir einamanaleika og depurð af þessu rútínuleysi.” Nína, ásamt tveimur öðrum barnasálfræðingum, skrifaði nýverið grein um hvernig nálgast eigi börnin í þessum óvenjulegu aðstæðum, til dæmis fyrir bólusetningar. Samtal og undirbúningur séu lykilþættir. „Það er að segja þeim hvernig ferlið verður, skref fyrir skref. Að það muni einhver taka á móti þeim, með grímu og kannski í galla. Svo kemur pinni sem er settur í nefið og útskýra þannig fyrir þeim hvert skref.” Þannig sé til dæmis sniðugt að gera þetta myndrænt. „En svo er það líka bara að taka samtalið: hverju hefurðu áhyggjur af, hvað óttastu, og fara yfir hvort óttinn sé raunhæfur eða ekki – til dæmis ef barnið heldur að pinninn fari alla leið upp í heila eða eitthvað slíkt.” Foreldrarnir þurfi líka að huga að nálguninni. „Við þurfum líka að passa okkar kvíða sem foreldrar. Til dæmis að segja ekki ítrekað „þetta verður allt í lagi”. Börn eru meðvituð um að þetta er kannski ekki eitthvað sem mamma og pabbi segja oft og í venjulegum aðstæðum eins og út í búð og svona. Það þarf að passa að yfirfæra ekki okkar kvíða yfir á börnin eins og til dæmis með að halda fast í höndina á þeim og annað slíkt.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bólusetningar Geðheilbrigði Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við höfum verið að heyra það frá foreldrum og börnum að sýnatökurnar séu kannski gerðar á svolítið ógnvekjandi hátt. Börnin eru stundum hrædd við að þeim verði haldið niðri í sýnatökunni, að sjá önnur börn grátandi, og það ýtir undir kvíða hjá þeim. Við þurfum svolítið að passa upp á viðbrögðin okkar og hvernig við tökumst á við sýnatökur hjá börnum, og foreldrar að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna. Það er mjög mikilvægt að þau viti hvað er að gerast,” segir Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Hún segir að margt í faraldrinum hafi reynst börnunum erfitt; sóttkví, einangrun, sýnatökur og allt sem honum fylgir. „Við erum svolítið að taka börn úr þeirra daglega lífi og rútínu, sem getur valdið því að þau upplifa einmanaleika, depurð og kvíða fyrir því í hversu langan tíma þetta verður. Kvíða yfir að smita aðra í kringum sig og fleira, þannig að þetta hefur veruleg áhrif á líðan þeirra,” segir Nína. Þetta sé sömuleiðis álag á foreldra. „Við vitum það sjálf að þegar við erum kannski mikið í einangrun eða sóttkví og við náum ekki að sinna okkar áhugamálum og félagslegu tengslum að þá getum við fundið fyrir einamanaleika og depurð af þessu rútínuleysi.” Nína, ásamt tveimur öðrum barnasálfræðingum, skrifaði nýverið grein um hvernig nálgast eigi börnin í þessum óvenjulegu aðstæðum, til dæmis fyrir bólusetningar. Samtal og undirbúningur séu lykilþættir. „Það er að segja þeim hvernig ferlið verður, skref fyrir skref. Að það muni einhver taka á móti þeim, með grímu og kannski í galla. Svo kemur pinni sem er settur í nefið og útskýra þannig fyrir þeim hvert skref.” Þannig sé til dæmis sniðugt að gera þetta myndrænt. „En svo er það líka bara að taka samtalið: hverju hefurðu áhyggjur af, hvað óttastu, og fara yfir hvort óttinn sé raunhæfur eða ekki – til dæmis ef barnið heldur að pinninn fari alla leið upp í heila eða eitthvað slíkt.” Foreldrarnir þurfi líka að huga að nálguninni. „Við þurfum líka að passa okkar kvíða sem foreldrar. Til dæmis að segja ekki ítrekað „þetta verður allt í lagi”. Börn eru meðvituð um að þetta er kannski ekki eitthvað sem mamma og pabbi segja oft og í venjulegum aðstæðum eins og út í búð og svona. Það þarf að passa að yfirfæra ekki okkar kvíða yfir á börnin eins og til dæmis með að halda fast í höndina á þeim og annað slíkt.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bólusetningar Geðheilbrigði Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira