Í dag var keppt í skylduæfingum og tóku 36 keppendur þátt í kvennaflokki. Efstu 24 keppendurnir í dag komust áfram og keppa í frjálsum æfingum á morgun en Aldís Kara komst ekki í þann hóp.
Akureyringurinn hlaut samtals 42,23 stig fyrir æfingar sínar í dag en hún var fyrst til að sýna listir sínar í dag. Stigafjöldinn skilaði Aldísi Köru 34. sæti.
Æfingar Aldísar Köru má sjá hér að neðan. Hún hrasaði þegar hún ætlaði að tengja saman tvö stökk snemma í æfingunum en náði sér vel á strik eftir það. Bein útsending var frá mótinu á Youtube og má sjá útsendinguna hér að neðan:
Fimmtán ára með heimsmet
Efsti keppandi í dag varð hin 15 ára gamla Kamila Valieva frá Rússlandi sem hlaut langhæstu einkunnina eða 90,45 og bætti þar með eigið heimsmet.
Kamila Valieva does it again!
— Olympics (@Olympics) January 13, 2022
A new world record score for the Russian, who breaks the 90-point barrier at the @ISU_Figure European championships.
Loena Hendrickx of Belgium sits in second after the short program.
Full story: https://t.co/hIFwah950Q pic.twitter.com/5MC9xRWcui
Aleksandra Golovkina frá Litháen varð í 24. sæti og þar með síðust til að komast áfram, með einkunnina 52,63.
Kamila Valieva posts a massive new World record to lead after the #EuroFigure women s short programme. pic.twitter.com/1q4lHmoNpW
— Europe On Ice (@europeonice) January 13, 2022