„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2022 14:35 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06
Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01
Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36