Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Höfða í dag, þar sem aðalskipulagið var undirritað. Vísir/Sigurjón Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sést hér undirrita aðalskipulagið, hnausþykkt plagg, heilar 254 blaðsíður, en það tekur svo gildi strax á næstu dögum. Á meðal þess sem fest er í sessi með undirritun aðalskipulagsins er nýr íbúðareitur við KR-heimilið, flugvöllur í Vatnsmýri til 2032 og uppbygginarreitur við Sæbraut, sem á að setja í stokk. Allt að 2000 íbúðir á ári Reykjavíkurborg Yfirlit yfir helstu breytingar sem gera á í borginni næstu átján árin sést á kortinu hér fyrir ofan en ljóst er að þær eru allverulegar. Dagur segir að með undirrituninni í dag sé nú alveg ljóst hvar megi byggja - og koma til móts við húsnæðisskort. Hann bendir á að á meðalári hafi hingað til verið byggðar 600 íbúðir í Reykjavík. Hann boðar nú mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. „Þá getum við á grundvelli þessa aðalskipulags auðveldlega byggt um 1200 íbúðir á ári og jafnvel allt að 2000, allt eftir því hvað markaðurinn í raun, og húsnæðismarkaðurinn kallar á,“ segir Dagur. Spenntastur fyrir Borgarlínunni Hvenær verður byrjað að ráðast í þetta allt saman? Það er ekki nóg að skrifa undir plögg, það þarf eins og þú segir að láta verkin tala. „Ja, ein stærsta deiliskipulagsáætlun síðustu ára mun öðlast gildi samhliða þessu, sem er nýja byggðin uppi á Ártúnshöfða. Það verður eitt stærsta uppbyggingarsvæði okkar á næstu árum en líka reitir eins og Orkureiturinn, Heklureiturinn og fleiri reitir.“ Þá er borgarstjóri ekki í vafa um hvaða einstaka verkefni aðalskipulagsins hann er spenntastur fyrir. „Ég myndi segja að Borgarlínuframkvæmdin sé lykillinn að því að þetta gangi upp fyrir alla, gangi upp fyrir samgöngurnar og umferðina,“ segir Dagur. Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sést hér undirrita aðalskipulagið, hnausþykkt plagg, heilar 254 blaðsíður, en það tekur svo gildi strax á næstu dögum. Á meðal þess sem fest er í sessi með undirritun aðalskipulagsins er nýr íbúðareitur við KR-heimilið, flugvöllur í Vatnsmýri til 2032 og uppbygginarreitur við Sæbraut, sem á að setja í stokk. Allt að 2000 íbúðir á ári Reykjavíkurborg Yfirlit yfir helstu breytingar sem gera á í borginni næstu átján árin sést á kortinu hér fyrir ofan en ljóst er að þær eru allverulegar. Dagur segir að með undirrituninni í dag sé nú alveg ljóst hvar megi byggja - og koma til móts við húsnæðisskort. Hann bendir á að á meðalári hafi hingað til verið byggðar 600 íbúðir í Reykjavík. Hann boðar nú mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. „Þá getum við á grundvelli þessa aðalskipulags auðveldlega byggt um 1200 íbúðir á ári og jafnvel allt að 2000, allt eftir því hvað markaðurinn í raun, og húsnæðismarkaðurinn kallar á,“ segir Dagur. Spenntastur fyrir Borgarlínunni Hvenær verður byrjað að ráðast í þetta allt saman? Það er ekki nóg að skrifa undir plögg, það þarf eins og þú segir að láta verkin tala. „Ja, ein stærsta deiliskipulagsáætlun síðustu ára mun öðlast gildi samhliða þessu, sem er nýja byggðin uppi á Ártúnshöfða. Það verður eitt stærsta uppbyggingarsvæði okkar á næstu árum en líka reitir eins og Orkureiturinn, Heklureiturinn og fleiri reitir.“ Þá er borgarstjóri ekki í vafa um hvaða einstaka verkefni aðalskipulagsins hann er spenntastur fyrir. „Ég myndi segja að Borgarlínuframkvæmdin sé lykillinn að því að þetta gangi upp fyrir alla, gangi upp fyrir samgöngurnar og umferðina,“ segir Dagur.
Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira