Sóttvarnir Drífa Snædal skrifar 14. janúar 2022 13:30 Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín. Fjöldi fólks hefur misst vinnu tímabundið eða jafnvel til lengri tíma. Margir hafa gengið á lífeyrissparnað sinn og eigið fé til að brúa hið fjárhagslega bil eða jafnvel þurft að steypa sér í skuldir. Fólk sem vinnur við að liðsinna viðkvæmum einstaklingum hefur þurft að lifa við harðari sóttvarnir til að stofna ekki skjólstæðingum sínum í hættu. Fólk í framlínunni hefur verið undir ómanneskjulegu álagi í allt of langan tíma í velferðarkerfi sem víða er undirmannað. Skólar á öllum skólastigum hafa ítrekað breytt starfsemi sinni og innleitt nýja kennsluhætti til að geta haldið menntun barna gangandi í gegnum heimsfaraldur. Vinnandi fólk hefur komið til móts við atvinnurekendur og vinnustaði með sóttvörnum, breytingu á vinnutilhögun, skipulagi orlofs og jafnvel grundvallarbreytingu á störfum. Við höfum almennt öll lagt okkar af mörkum til að samfélagið og atvinnulífið geti gengið áfram. Ein mikilvægasta ákvörðunin sem tekin hefur verið er að greiða laun í sóttkví þannig að það sé ekki fjárhagsleg spurning fyrir atvinnurekendur eða launafólk hvort fylgja eigi sóttvarnarlögum. Að auki var boðið uppá hlutabótaleið þannig að ráðningasamband myndi haldast þótt nauðsynlegt væri að draga tímabundið saman seglin. Flestar þessara aðgerða hafa tekist vel en það er ekki þar með sagt að fyrirtæki eigi heimtingu á ríkisstuðningi við þessar aðstæður. Fjöldi fyrirtækja hefur staðið ástandið vel af sér og eru jafnvel stöndugri í dag en fyrir tveimur árum síðan. Það er því ekki sanngjarnt að fyrirtæki fái skilyrðislausan stuðning úr okkar sameiginlegu sjóðum á þessum tímum og að innleiddar séu almennar aðgerðir sem gagnast jafnt þeim sem maka krókinn og hinum sem komast varla lífs af. Það er líka lágmark að þau fyrirtæki sem njóta stuðnings undirgangist skilyrði um að greiða ekki arð, eiga ekki aflandsfélög, kaupa ekki eigin hlutabréf eða stunda aðrar leiðir til að tryggja gróða fyrir hina fáu. Borið hefur á því að fyrirtæki óska eftir fólki í vinnu aftur þó það sé í sóttkví. Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt undanþágur frá sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og nú nýverið var reglum um sóttkví fyrir þríbólusetta einstaklinga breytt. ASÍ hefur borist fjöldi fyrirspurna vegna framferði atvinnurekenda gagnvart starfsfólki sínu í tengslum við sóttkví og bólusetningar. Því skal eftirfarandi áréttað: Atvinnurekendur eiga ekki heimtingu á upplýsingum um heilsufar eða bólusetningar starfsfólks nema í undantekningartilvikum þar sem starfsfólk vinnur til dæmis með viðkvæmum hópum. Atvinnurekendur geta ekki krafið fólk um að undirgangast bólusetningar eða farið fram á skýringar á því hvers vegna fólk er skikkað í sóttkví af sóttvarnaryfirvöldum. Ef launamanneskjan er í sóttkví, þá er hún í sóttkví og það ber atvinnurekanda að virða. Allt valdboð eða skipanir verða einungis til þess að samstaða um sóttvarnir brestur. Við höfum hingað til staðið saman um sóttvarnir og aðrar aðgerðir til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum. Höldum því áfram. Förum vel með okkur! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín. Fjöldi fólks hefur misst vinnu tímabundið eða jafnvel til lengri tíma. Margir hafa gengið á lífeyrissparnað sinn og eigið fé til að brúa hið fjárhagslega bil eða jafnvel þurft að steypa sér í skuldir. Fólk sem vinnur við að liðsinna viðkvæmum einstaklingum hefur þurft að lifa við harðari sóttvarnir til að stofna ekki skjólstæðingum sínum í hættu. Fólk í framlínunni hefur verið undir ómanneskjulegu álagi í allt of langan tíma í velferðarkerfi sem víða er undirmannað. Skólar á öllum skólastigum hafa ítrekað breytt starfsemi sinni og innleitt nýja kennsluhætti til að geta haldið menntun barna gangandi í gegnum heimsfaraldur. Vinnandi fólk hefur komið til móts við atvinnurekendur og vinnustaði með sóttvörnum, breytingu á vinnutilhögun, skipulagi orlofs og jafnvel grundvallarbreytingu á störfum. Við höfum almennt öll lagt okkar af mörkum til að samfélagið og atvinnulífið geti gengið áfram. Ein mikilvægasta ákvörðunin sem tekin hefur verið er að greiða laun í sóttkví þannig að það sé ekki fjárhagsleg spurning fyrir atvinnurekendur eða launafólk hvort fylgja eigi sóttvarnarlögum. Að auki var boðið uppá hlutabótaleið þannig að ráðningasamband myndi haldast þótt nauðsynlegt væri að draga tímabundið saman seglin. Flestar þessara aðgerða hafa tekist vel en það er ekki þar með sagt að fyrirtæki eigi heimtingu á ríkisstuðningi við þessar aðstæður. Fjöldi fyrirtækja hefur staðið ástandið vel af sér og eru jafnvel stöndugri í dag en fyrir tveimur árum síðan. Það er því ekki sanngjarnt að fyrirtæki fái skilyrðislausan stuðning úr okkar sameiginlegu sjóðum á þessum tímum og að innleiddar séu almennar aðgerðir sem gagnast jafnt þeim sem maka krókinn og hinum sem komast varla lífs af. Það er líka lágmark að þau fyrirtæki sem njóta stuðnings undirgangist skilyrði um að greiða ekki arð, eiga ekki aflandsfélög, kaupa ekki eigin hlutabréf eða stunda aðrar leiðir til að tryggja gróða fyrir hina fáu. Borið hefur á því að fyrirtæki óska eftir fólki í vinnu aftur þó það sé í sóttkví. Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt undanþágur frá sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og nú nýverið var reglum um sóttkví fyrir þríbólusetta einstaklinga breytt. ASÍ hefur borist fjöldi fyrirspurna vegna framferði atvinnurekenda gagnvart starfsfólki sínu í tengslum við sóttkví og bólusetningar. Því skal eftirfarandi áréttað: Atvinnurekendur eiga ekki heimtingu á upplýsingum um heilsufar eða bólusetningar starfsfólks nema í undantekningartilvikum þar sem starfsfólk vinnur til dæmis með viðkvæmum hópum. Atvinnurekendur geta ekki krafið fólk um að undirgangast bólusetningar eða farið fram á skýringar á því hvers vegna fólk er skikkað í sóttkví af sóttvarnaryfirvöldum. Ef launamanneskjan er í sóttkví, þá er hún í sóttkví og það ber atvinnurekanda að virða. Allt valdboð eða skipanir verða einungis til þess að samstaða um sóttvarnir brestur. Við höfum hingað til staðið saman um sóttvarnir og aðrar aðgerðir til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum. Höldum því áfram. Förum vel með okkur! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar