Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 22:37 Hér má sjá öskustrókinn frá eldfjallinu í morgun. AP/Japan Meteorology Agency Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. Viðvaranir í Japan gera ráð fyrir að allt að þriggja metra háar flóðbygljur geti skollið á strendur landsins en flóðbylgjurnar eru þegar farnar að berast að ströndum Japan, þær hæstu um 1,2 metrar. New images of #Tonga volcano #eruption, this from @KMA_Skylove_eng's #GK2A weather sat.Each frame in this video is 10 minutes apart. Mind blowing how quickly the eruption happened. pic.twitter.com/jaZA6No9u0— Simon Proud (@simon_sat) January 15, 2022 Bandaríkin hafa sömuleiðis varað íbúa á vesturströndinni við því að vera í nálægð við sjóinn og gera ráð fyrir flóðum og miklum öldugangi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust drunurnar frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai um allt Suður-Kyrrahafið og bárust meira að segja til Bandaríkjanna. Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022 Shane Cronin, eldfjallafræðingur og prófessor við háskólann í Auckland, segir eldgosið það kraftmesta og stærsta á Tonga-brotabeltinu í meira en þrjátíu ár. „Það merkilegasta er hvað það breiddi hratt úr sér. Þetta gos er stærra og askan breiðist lengra út og er mun meiri en áður. Ég geri ráð fyrir því að öskufallið í Tonga muni verða margra sentímetra djúpt.“ Eins og áður segir skall flóðbylgja á höfuðborg Tonga í morgun og eru margir hlutar eyjunnar nú þaktir ösku. Höfuðborgin er aðeins um 65 km suður af eldfjallinu og hefur rafmagn, síma- og netsamband víða rofnað. Hvort einhver hafi slasast eða farist í dag er ekki ljóst og þá eru skemmdir á innviðum enn óljósir. Samkvæmt veðurstofu Tonga nær öskustrókurinn frá eldfjallinu um tuttugu kílómetra upp í loftið. Viðvaranir hafa verið gefnar út víða um Kyrrahafið vegna eldgossins. Yfirvöld á Fiji hafa gefið út leiðbeiningar vegna gossins og mögulegra flóðbylgja og opnað fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk sem býr við strendurnar. Yfirvöld í Vanuatu hafa gert slíkt hið sama. Timelapse of Hunga Tonga #volcano eruption on Jan 15 2022. Created using the #streamlit web app 👇App: https://t.co/LpcKK9yI6pLocation: 20.536°S 175.382°WTime: 03:00-07:00 UTCSatellite: GOES-17 CMI Full Disk#EarthEngine #geemap #eochat #gischat #dataviz https://t.co/DY9QgMENxK pic.twitter.com/OcjCi0xUQ4— Qiusheng Wu (@giswqs) January 15, 2022 Þá segjast yfirvöld í Ástralíu fylgjast grannt með stöðunni og hafa gefið út viðvaranir í Tasmaníu og sumum svæðum við austurströndina. Yfirvöld í Nýja Sjálandi hafa sömuleiðis varað við miklum öldugangi við austurströnd landsins. Tonga Bandaríkin Japan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Viðvaranir í Japan gera ráð fyrir að allt að þriggja metra háar flóðbygljur geti skollið á strendur landsins en flóðbylgjurnar eru þegar farnar að berast að ströndum Japan, þær hæstu um 1,2 metrar. New images of #Tonga volcano #eruption, this from @KMA_Skylove_eng's #GK2A weather sat.Each frame in this video is 10 minutes apart. Mind blowing how quickly the eruption happened. pic.twitter.com/jaZA6No9u0— Simon Proud (@simon_sat) January 15, 2022 Bandaríkin hafa sömuleiðis varað íbúa á vesturströndinni við því að vera í nálægð við sjóinn og gera ráð fyrir flóðum og miklum öldugangi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust drunurnar frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai um allt Suður-Kyrrahafið og bárust meira að segja til Bandaríkjanna. Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022 Shane Cronin, eldfjallafræðingur og prófessor við háskólann í Auckland, segir eldgosið það kraftmesta og stærsta á Tonga-brotabeltinu í meira en þrjátíu ár. „Það merkilegasta er hvað það breiddi hratt úr sér. Þetta gos er stærra og askan breiðist lengra út og er mun meiri en áður. Ég geri ráð fyrir því að öskufallið í Tonga muni verða margra sentímetra djúpt.“ Eins og áður segir skall flóðbylgja á höfuðborg Tonga í morgun og eru margir hlutar eyjunnar nú þaktir ösku. Höfuðborgin er aðeins um 65 km suður af eldfjallinu og hefur rafmagn, síma- og netsamband víða rofnað. Hvort einhver hafi slasast eða farist í dag er ekki ljóst og þá eru skemmdir á innviðum enn óljósir. Samkvæmt veðurstofu Tonga nær öskustrókurinn frá eldfjallinu um tuttugu kílómetra upp í loftið. Viðvaranir hafa verið gefnar út víða um Kyrrahafið vegna eldgossins. Yfirvöld á Fiji hafa gefið út leiðbeiningar vegna gossins og mögulegra flóðbylgja og opnað fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk sem býr við strendurnar. Yfirvöld í Vanuatu hafa gert slíkt hið sama. Timelapse of Hunga Tonga #volcano eruption on Jan 15 2022. Created using the #streamlit web app 👇App: https://t.co/LpcKK9yI6pLocation: 20.536°S 175.382°WTime: 03:00-07:00 UTCSatellite: GOES-17 CMI Full Disk#EarthEngine #geemap #eochat #gischat #dataviz https://t.co/DY9QgMENxK pic.twitter.com/OcjCi0xUQ4— Qiusheng Wu (@giswqs) January 15, 2022 Þá segjast yfirvöld í Ástralíu fylgjast grannt með stöðunni og hafa gefið út viðvaranir í Tasmaníu og sumum svæðum við austurströndina. Yfirvöld í Nýja Sjálandi hafa sömuleiðis varað við miklum öldugangi við austurströnd landsins.
Tonga Bandaríkin Japan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira