Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 19:23 Sprengigosið í gær var það stærsta á svæðinu í marga áratugi. ap/japan meteorology agency Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. Gríðarleg þörf er þar á fersku vatni en íbúar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta kranavatns, sem er mjög mengað eftir öskufallið. Íbúar eiga að drekka vatn í flöskum og nota andlitsgrímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun. Eldgosinu í gær fylgdi flóðbylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrrahafinu. Tonga er eyjaklasi sem samanstendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Samtals búa um 105 þúsund á eyjunum. Lítið sem ekkert samband hefur verið við íbúana frá því að flóðbylgjan skall á eyjunum í gær en einhverjir hjálparliðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær. Því er litlar upplýsingar að fá um ástandið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla í könnunarflug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil áhrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna. Af gervihnattamyndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sérfræðingar segja að eldgosið í gær hafi verið það stærsta í marga áratugi á svæðinu en neðanjarðareldfjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt. Tonga Nýja-Sjáland Ástralía Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Gríðarleg þörf er þar á fersku vatni en íbúar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta kranavatns, sem er mjög mengað eftir öskufallið. Íbúar eiga að drekka vatn í flöskum og nota andlitsgrímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun. Eldgosinu í gær fylgdi flóðbylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrrahafinu. Tonga er eyjaklasi sem samanstendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Samtals búa um 105 þúsund á eyjunum. Lítið sem ekkert samband hefur verið við íbúana frá því að flóðbylgjan skall á eyjunum í gær en einhverjir hjálparliðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær. Því er litlar upplýsingar að fá um ástandið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla í könnunarflug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil áhrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna. Af gervihnattamyndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sérfræðingar segja að eldgosið í gær hafi verið það stærsta í marga áratugi á svæðinu en neðanjarðareldfjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt.
Tonga Nýja-Sjáland Ástralía Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54
Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37