Fótbolti

Afríkumeistararnir töpuðu fyrir Miðbaugs-Gíneu

Atli Arason skrifar
Mahrez og félagar eru í vandamálum.
Mahrez og félagar eru í vandamálum. Getty

Afríkumeistarar Alsír töpuðu gegn Miðbaugs-Gíneu, 1-0, í lokaleik dagsins í Afríkukeppninni. Tap meistarana verður að teljast afar óvænt í ljósi þess að liðið hafði ekki tapað í síðustu 25 leikjum í röð.

Alsír er sem stendur í 29. sæti heimslista FIFA en Miðbaugs-Gínea er í 114. sæti heimslistans. Alsír hefur nú farið í gegnum fyrstu tvo leiki sína á mótinu án þess að skora mark.

Varnarmaðurinn Esteban Obiang gerði eina mark leiksins á 70. mínútu og þar við sat. Eftir leikinn er Alsír í botnsæti E-riðils með 1 stig og þarf nauðsynlega að vinna Fílabeinsströndina á fimmtudaginn næsta í lokaleik riðlakeppninnar ef ríkjandi meistararnir ætla sér að eiga von á því að verja titilinn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×