Innlent

Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sóley segir áfengissölu í Hlíðarfjalli ganga harðlega gegn forvarnastefnu Akureyrarbæjar.
Sóley segir áfengissölu í Hlíðarfjalli ganga harðlega gegn forvarnastefnu Akureyrarbæjar. Vísir/Vilhelm

„Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli.

Morgunblaðið fjallar um málið í dag en í blaðinu segir að Sölvi Antonsson veitingamaður hafi óskað eftir leyfi til að selja áfengi á skíðahótelinu og í Strýtuskála. Bæjarráð er sagt hafa tekið vel í erindið og óskað hefur verið eftir umsögnum.

„Að geta fengið sér aðeins í tána ætti að auka á upplifun fólks sem kemur í fjallið,“ hefur Morgunblaðið eftir Sölva. Hann ítrekar þó að haft yrði eftirlit með því að fólk væri ekki ölvað í skíðabrekkunum.

Sóley segir sölu áfengis hins vegar ganga harðlega gegn forvarnastefnu Akureyrarbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×