Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 11:18 Ferdinand Marcos yngri er talinn líklegur til að bera sigur úr bítum í forsetakosningum Filippseyja í vor. EPA-EFE/ROUELLE UMALI Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. Þetta úrskurðaði yfirkjörstjórn Filippseyja, COMELEC, í morgun eftir að kvörtun hafi borist til kjörstjórnarinnar vegna forsetaframboðs Ferdinands Marcos. Kvartendur óskuðu eftir því að Marcos yrði ekki leyft að bjóða sig fram til forseta og sögðu hann óhæfan til framboðs vegna þriggja áratuga gamals dóms yfir honum fyrir skattsvik. Dómurinn ætti, að þeirra mati, að banna honum framboð til opinberra embætta ævilangt. Dómarar á vegum yfirkjörstjórnar féllust ekki á þetta og sögðu kvörtunina ekki byggða á nægilega tryggum grunni. Marcos var árið 1995 sakfelldur fyrir að hafa ekki greitt tekjuskatt og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum á meðan hann var í opinberu embætti á árunum 1982 til 1985. Árið 1997 sýknaði áfrýjunardómstóll hann af því að hafa ekki greitt tekjuskatt en staðfesti sakfellingu fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum. Að mati COMELEC þýðir það að Marcos hafi ekki gerst sekur um skattsvik. Marcos er spáð góðu gengi í forsetakosningunum, sem munu fara fram 9. maí. Marcos er sonur fyrrverandi einræðisherrans Ferdinands Marcos og Imeldu Romualdez Marcos. Talið er líklegt að Marcos verði arftaki Rodrigo Duterte, sem hefur verið forseti landsins frá árinu 2016. Dóttir Duterte, Sara Duterte, hefur boðið sig fram til varaforseta Marcos en hú hefur verið borgarstjóri Davao síðan 2016. Filippseyjar Tengdar fréttir Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43 Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Þetta úrskurðaði yfirkjörstjórn Filippseyja, COMELEC, í morgun eftir að kvörtun hafi borist til kjörstjórnarinnar vegna forsetaframboðs Ferdinands Marcos. Kvartendur óskuðu eftir því að Marcos yrði ekki leyft að bjóða sig fram til forseta og sögðu hann óhæfan til framboðs vegna þriggja áratuga gamals dóms yfir honum fyrir skattsvik. Dómurinn ætti, að þeirra mati, að banna honum framboð til opinberra embætta ævilangt. Dómarar á vegum yfirkjörstjórnar féllust ekki á þetta og sögðu kvörtunina ekki byggða á nægilega tryggum grunni. Marcos var árið 1995 sakfelldur fyrir að hafa ekki greitt tekjuskatt og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum á meðan hann var í opinberu embætti á árunum 1982 til 1985. Árið 1997 sýknaði áfrýjunardómstóll hann af því að hafa ekki greitt tekjuskatt en staðfesti sakfellingu fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum. Að mati COMELEC þýðir það að Marcos hafi ekki gerst sekur um skattsvik. Marcos er spáð góðu gengi í forsetakosningunum, sem munu fara fram 9. maí. Marcos er sonur fyrrverandi einræðisherrans Ferdinands Marcos og Imeldu Romualdez Marcos. Talið er líklegt að Marcos verði arftaki Rodrigo Duterte, sem hefur verið forseti landsins frá árinu 2016. Dóttir Duterte, Sara Duterte, hefur boðið sig fram til varaforseta Marcos en hú hefur verið borgarstjóri Davao síðan 2016.
Filippseyjar Tengdar fréttir Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43 Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12