Domus-barnalæknar fluttir í Kópavog: „Bílastæðavandinn er eiginlega úr sögunni“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 13:44 Viðar Eðvarðsson, læknir hjá Domus barnalæknum, segir það muna miklu að allir læknar séu nú á sömu hæðinni. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er eiginlega úr sögunni.“ Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus. Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira
Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus.
Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira
Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00