Á leið í frystinn vegna dýrkeyptra mistaka sem kostuðu Milan mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2022 15:16 Ante Rebic og Olivier Giroud voru innilegir í mótmælum sínum eftir að mark AC Milan var dæmt af vegna mistaka Marcos Serra. epa/MATTEO BAZZI Leikmenn AC Milan voru allt annað en sáttir með dómara leiksins gegn Spezia í gær enda tók hann löglegt mark af þeim. Hann gæti verið settur til hliðar vegna mistakanna. Milan missteig sig í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði óvænt fyrir Spezia, 1-2, á heimavelli í gær. Með sigri hefði Milan komist upp fyrir Inter á topp deildarinnar. Rafael Leao kom Milan yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Kevin Agudelo jafnaði fyrir Spezia á 64. mínútu. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Emmanuel Gyasi sigurmark gestanna. Skömmu áður hélt Junior Messias að hann hefði tryggt Milan sigurinn þegar hann sneri boltann laglega í mark Spezia. Dómari leiksins, Marco Serra, hafði hins vegar verið of fljótur á sér að dæma aukaspyrnu áður en Messias hleypti af og því stóð markið ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eqLG3uwfIuM">watch on YouTube</a> Samkvæmt Gazzetta dello Sport gæti Serra verið settur til hliðar í lengri tíma vegna mistakanna. Forráðamenn ítalska dómarasambandsins hafa beðið Milan afsökunar og eftir leikinn í gær staðfesti Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, að Serra hefði gert slíkt hið sama. „Ég reyndi að róa mína menn niður en það tókst ekki eins og markið hjá Spezia sýndi. Við vissum að við værum órétti beittir en þetta er okkur að kenna. Við deilum ábyrgðinni með dómaranum. Því miður,“ sagði Pioli. „Hann baðst meira að segja afsökunar og kannski voru þetta ekki einu sinni mistök. En þetta er synd. Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þetta var slæmt kvöld og við þurfum að bregðast vel við þessu.“ Milan er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, tveimur stigum á eftir Inter sem á leik til góða. Ítalski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Milan missteig sig í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði óvænt fyrir Spezia, 1-2, á heimavelli í gær. Með sigri hefði Milan komist upp fyrir Inter á topp deildarinnar. Rafael Leao kom Milan yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Kevin Agudelo jafnaði fyrir Spezia á 64. mínútu. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Emmanuel Gyasi sigurmark gestanna. Skömmu áður hélt Junior Messias að hann hefði tryggt Milan sigurinn þegar hann sneri boltann laglega í mark Spezia. Dómari leiksins, Marco Serra, hafði hins vegar verið of fljótur á sér að dæma aukaspyrnu áður en Messias hleypti af og því stóð markið ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eqLG3uwfIuM">watch on YouTube</a> Samkvæmt Gazzetta dello Sport gæti Serra verið settur til hliðar í lengri tíma vegna mistakanna. Forráðamenn ítalska dómarasambandsins hafa beðið Milan afsökunar og eftir leikinn í gær staðfesti Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, að Serra hefði gert slíkt hið sama. „Ég reyndi að róa mína menn niður en það tókst ekki eins og markið hjá Spezia sýndi. Við vissum að við værum órétti beittir en þetta er okkur að kenna. Við deilum ábyrgðinni með dómaranum. Því miður,“ sagði Pioli. „Hann baðst meira að segja afsökunar og kannski voru þetta ekki einu sinni mistök. En þetta er synd. Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þetta var slæmt kvöld og við þurfum að bregðast vel við þessu.“ Milan er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, tveimur stigum á eftir Inter sem á leik til góða.
Ítalski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira