Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. janúar 2022 21:03 Brátt verður ekki nóg að vera með einn skammt af Janssen til að bólusetningarvottorð teljist gilt innan ESB. Vísir/Vilhelm Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er einnig vakin athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Covid-bólusetningarskírteini fái níu mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu, fyrir 16 ára og eldri. „Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að sumar Evrópuþjóðir noti skírteinin einnig í innanlandsaðgerðum, til að mynda geti þau veitt fólki aðgang að vissum viðburðum. Þá geti tímamörk á gildistíma frá grunnbólusetningu hins vegar verið mun þrengri, allt niður í tvo mánuði ef bólusett var með bóluefni Janssen. Því sé mikilvægt að ferðamenn kynni sér slíkar reglur á áfangastöðum erlendis. Örvunarskammtur fellir niður gildistímann „Örvunarskammtur fellir niður þennan gildistíma, þ.e. ekki verður að sinni skilgreindur gildistími á örvunarskammti í smáforritum sem lesa QR kóða á bólusetningaskírteinum skv. Evrópusamstarfinu. Við örvunarskammt mun gildistími íslenskra vottorða, sem fram kemur á læsilegri útgáfu vottorðs, framlengjast um 9 mánuði (í stað 12 mánaða nú) í kjölfar breytinganna á gildistíma grunnbólusetningar í QR kóðanum. Ef tilefni er til að mæla með fjórða skammti fyrr getur verið að sá tími verði styttur,“ segir í tilkynningu Landlæknis. Þar kemur einnig fram að frá og með næstu mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða á grundvelli stakrar bólusetningar með bóluefni Janssen hætt hér á landi, þar sem ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna ráðandi afbrigða kórónuveirunnar, delta og ómíkron. Bóluefnið verði þó enn notað með takmörkuðum hætti, fyrir einstaklinga sem ekki þoli mRNA bóluefni, meðan annarra kosta sé ekki völ. „Nýtt vottorð verður aðgengilegt í Heilsuveru 1. febrúar 2022. Til að sýnilegur texti sé í samræmi við úrlestur smáforrita sem notuð eru á landamærum er mælt með því að þeir sem þurfa að ferðast með bólusetningavottorð 1. febrúar eða síðar sæki sér nýtt vottorð við fyrsta tækifæri eftir þá dagsetningu. Ef rafræn skilríki nýtast ekki til að sækja vottorð beint í Heilsuveru getur heilsugæslan sem viðkomandi er skráður á sent vottorð í tölvupósti eftir 1. febrúar.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er einnig vakin athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Covid-bólusetningarskírteini fái níu mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu, fyrir 16 ára og eldri. „Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að sumar Evrópuþjóðir noti skírteinin einnig í innanlandsaðgerðum, til að mynda geti þau veitt fólki aðgang að vissum viðburðum. Þá geti tímamörk á gildistíma frá grunnbólusetningu hins vegar verið mun þrengri, allt niður í tvo mánuði ef bólusett var með bóluefni Janssen. Því sé mikilvægt að ferðamenn kynni sér slíkar reglur á áfangastöðum erlendis. Örvunarskammtur fellir niður gildistímann „Örvunarskammtur fellir niður þennan gildistíma, þ.e. ekki verður að sinni skilgreindur gildistími á örvunarskammti í smáforritum sem lesa QR kóða á bólusetningaskírteinum skv. Evrópusamstarfinu. Við örvunarskammt mun gildistími íslenskra vottorða, sem fram kemur á læsilegri útgáfu vottorðs, framlengjast um 9 mánuði (í stað 12 mánaða nú) í kjölfar breytinganna á gildistíma grunnbólusetningar í QR kóðanum. Ef tilefni er til að mæla með fjórða skammti fyrr getur verið að sá tími verði styttur,“ segir í tilkynningu Landlæknis. Þar kemur einnig fram að frá og með næstu mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða á grundvelli stakrar bólusetningar með bóluefni Janssen hætt hér á landi, þar sem ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna ráðandi afbrigða kórónuveirunnar, delta og ómíkron. Bóluefnið verði þó enn notað með takmörkuðum hætti, fyrir einstaklinga sem ekki þoli mRNA bóluefni, meðan annarra kosta sé ekki völ. „Nýtt vottorð verður aðgengilegt í Heilsuveru 1. febrúar 2022. Til að sýnilegur texti sé í samræmi við úrlestur smáforrita sem notuð eru á landamærum er mælt með því að þeir sem þurfa að ferðast með bólusetningavottorð 1. febrúar eða síðar sæki sér nýtt vottorð við fyrsta tækifæri eftir þá dagsetningu. Ef rafræn skilríki nýtast ekki til að sækja vottorð beint í Heilsuveru getur heilsugæslan sem viðkomandi er skráður á sent vottorð í tölvupósti eftir 1. febrúar.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira