Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 08:09 „Á íslensku má alltaf finna svar“ og það á ekki síður að eiga við um táknmál eins og talmál. Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. Orðin fjögur eru „eikynhneigð“, „kynsegin“, „kvár“ og „stálp“. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að „Hýryrði„ hafi á síðustu árum verið reglulegur viðburður. Um sé að ræða samkeppni þar sem auglýst hafi verið eftir íslenskum orðum fyrir hugtök sem þegar eru til á erlendum tungumálum og orðum sem hefur vantað í tungumálið. Eikynhneigð og kvár eru meðal nýrra hýryrða. „Í ár viljum við beina sjónum að öðru opinberu tungumáli á Íslandi, íslensku táknmáli, og höfum við gengið til samstarfs við málnefnd um íslenskt táknmál um að halda Hýr tákn. Í þetta fyrsta skipti sem þessi nýyrðasamkeppni er haldin verður leitað að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kvár, stálp, og kynsegin,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti tillögum á myndbandsformi en fulltrúi málnefndar mun endursegja táknin á myndbandi sem berast mun dómnefnd til að tryggja nafnleynd höfunda táknanna. Dómnefndin verður skipuð fulltrúa Félags heyrnarlausra, fulltrúa málnefndar um íslenskt táknmál og einstakling sem tilheyrir bæði hinsegin og döff samfélaginu. Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“. Hinsegin Táknmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Orðin fjögur eru „eikynhneigð“, „kynsegin“, „kvár“ og „stálp“. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að „Hýryrði„ hafi á síðustu árum verið reglulegur viðburður. Um sé að ræða samkeppni þar sem auglýst hafi verið eftir íslenskum orðum fyrir hugtök sem þegar eru til á erlendum tungumálum og orðum sem hefur vantað í tungumálið. Eikynhneigð og kvár eru meðal nýrra hýryrða. „Í ár viljum við beina sjónum að öðru opinberu tungumáli á Íslandi, íslensku táknmáli, og höfum við gengið til samstarfs við málnefnd um íslenskt táknmál um að halda Hýr tákn. Í þetta fyrsta skipti sem þessi nýyrðasamkeppni er haldin verður leitað að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kvár, stálp, og kynsegin,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti tillögum á myndbandsformi en fulltrúi málnefndar mun endursegja táknin á myndbandi sem berast mun dómnefnd til að tryggja nafnleynd höfunda táknanna. Dómnefndin verður skipuð fulltrúa Félags heyrnarlausra, fulltrúa málnefndar um íslenskt táknmál og einstakling sem tilheyrir bæði hinsegin og döff samfélaginu. Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“.
Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“.
Hinsegin Táknmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira