Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2022 08:54 Slayer er ein helsta þrassmetalband sögunnar. Tónleikar þeirra á Íslandi árið 2018 hafa dregið dilk á eftir sér. Ben Hasty/MediaNews Group/Reading Eagle via Getty Images) Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í nóvember í fyrra. Málið má rekja til þess að K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu. Solstice Productions varð gjaldþrota í nóvember, nam það um 337 milljónum króna. Friðrik óskaði eftir því að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi og varðaði mikilvæga hagsmuni hans. Taldi hann málsmeðferð málsins á neðri dómstigum hafa verið stórlega ábótavant, dómur Landsréttar hafi verið rangur að efni til og byggt á gögnum sem ekki hafi legið fyrir við þingfestingu málsins. Í ákvörðun Hæstaréttar segir hins vegar að ekki sé unnt að líta á úrslit málsins fyrir Hæstarétti hefðu verulega almenna þýðingu. Þá telur Hæstirétturinn að málið varði ekki sértaklega mikilvæga hagsmuni Friðriks. Einnig verði ekki séð að málsmeðferð þess hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar rangru að efninu til. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í nóvember í fyrra. Málið má rekja til þess að K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu. Solstice Productions varð gjaldþrota í nóvember, nam það um 337 milljónum króna. Friðrik óskaði eftir því að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi og varðaði mikilvæga hagsmuni hans. Taldi hann málsmeðferð málsins á neðri dómstigum hafa verið stórlega ábótavant, dómur Landsréttar hafi verið rangur að efni til og byggt á gögnum sem ekki hafi legið fyrir við þingfestingu málsins. Í ákvörðun Hæstaréttar segir hins vegar að ekki sé unnt að líta á úrslit málsins fyrir Hæstarétti hefðu verulega almenna þýðingu. Þá telur Hæstirétturinn að málið varði ekki sértaklega mikilvæga hagsmuni Friðriks. Einnig verði ekki séð að málsmeðferð þess hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar rangru að efninu til. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06
Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55
Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15
Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37