Hægt að skoða enn betur hæfi og samsetningu stjórna Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. janúar 2022 07:00 Frásögn Vítalíu Lazarevu af kynferðisofbeldi var á margra vitorði strax í október. Fólk, þar á meðal hluthafar í þeim fyrirtækjum sem meintir gerendur Vítalíu tengjast, velta fyrir sér hvað hægt er að gera til að tryggja að þöggun eða aðgerðarleysi einkenni ekki fyrstu viðbrögð stjórna. Ragnheiður S. Dagsdóttir hefur setið manna lengst í tilnefningarnefnd stjórnar á Íslandi. Hún telur störf tilnefninganefnda geta verið ein leið til umbóta. Síðbúin viðbrögð stjórna þeirra fyrirtækja sem meintir gerendur Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Meðal annars um það hverjir sitja í stjórnum og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem þar sitja. „Með þeirri vafasömu ákvörðun settu þau öll sjálfan sig að veði ef yfirhylmingin myndi ekki takast sem varð. Vera svo í þeirri stöðu að vera þvinguð til aðgerða,“ segir einn þeirra hluthafa sem hefur haft samband við Atvinnulífið í vikunni en vill ekki láta nafns síns getið. Viðkomandi er þó hluthafi í félagi sem meintir gerendur Vítalíu Lazarevu tengjast. Í Atvinnulífinu í þessari viku hefur verið fjallað um valdamikla gerendur og þeirri spurningu velt upp hvort ástæða sé til þess að stjórnir og hluthafahópar, til dæmis stærstu fyrirtækja landsins, skoði alvarlega hvernig hægt er að fyrirbyggja að mál sem þessi líðist og/eða hvernig bregðast skuli við þeim. Stjórnir í takt við samfélagið eða? „Maður er í þessum aðstæðum og frýs og segir ekkert. Svo horfi ég framan í þennan mann, sem ég mæti fyrir, og hann segir ekki neitt. Ég gerði ýmislegt held ég til að ganga í augun á honum. Hann er aðalkallinn þetta kvöld sem kemur með mig og ég geri ýmislegt þarna og leyfi ýmislegu að ganga á til að ganga í augun á honum,“ segir Vítalía Lazareva í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin konur þann 4.janúar síðastliðinn. Í kjölfar viðtalsins fór af stað hröð atburðarrás sem segja má sögulega fyrir íslenskt atvinnulíf. Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ sagði Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 um atburðarrásina. Viðbrögðin urðu þó ekki fyrr en rúmum tveimur mánuðum eftir að Vítalía sagði fyrst frá. Því í október hafði Vítalía sagt frá ofbeldinu í Instagramfærslu þar sem hún nafngreindi mennina og sagði þá vera Arnar Grant, Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Má Jóhannsson. Síðar bættist við nafn Loga Bergmanns. Allt þjóðþekktir menn á aldri við foreldra Vítalíu eða eldri. Stjórn Festu og stjórn Íseyjar skyr útflutnings hafa báðar staðfest að þær vissu af máli Vítalíu fyrir nokkru síðan. Og töldu það „alvarlegt.“ „Umrætt mál var litið mjög alvarlegum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst,“ segir meðal annars í tilkynningu frá stjórn Festu nú í janúar, um að starfsreglur stjórnar verði endurskoðaðar. „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings. En ekki nægilega alvarlegt mál til að aðhafast nokkuð. Stjórnir hafa reyndar alltaf leið til aðgerða því í viðtali Atvinnulífsins við Helgu Hlín Hákonardóttur, lögfræðings, stjórnarkonu og ráðgjafa um góða stjórnarhætti, sagði Helga Hlín meðal annars: „Við óvænt, vandasöm og flókin mál er stjórn ávallt ákvörðunarbær svo lengi sem mál heyrir undir hana. Taki starfsreglur stjórnar ekki á tilteknu máli, eða taki þær á máli á ófullnægjandi hátt, þá er stjórn ávallt í lófa lagið að breyta starfsreglum sínum eða ákveða að víkja frá þeim með formlegum og rökstuddum hætti, svo lengi sem vilji meirihluta stjórnar sé til þess,“ segir Helga Hlín. Og þá spyr fólk: Ef meirihluti stjórnar telur frásögn eins og Vítalíu ekki nægilega alvarlega til að aðhafast nokkuð fyrr en og/eða nema málin rati í fjölmiðla, hvaða fólk situr þá í stjórnum? Hægt að skoða enn betur hæfi og samsetningu stjórna Í dag eru tilnefninganefndir stjórna starfræktar hjá mörgum stærri félögum en fyrsta tilnefninganefndin sem sett var á laggirnar á Íslandi er tilnefninganefnd Sýnar hf. Það var fyrir átta árum síðan. Ragnheiður Sigríður Dagsdóttir hefur setið í þeirri nefnd frá upphafi en lætur af þeirri nefndarsetu innan fárra vikna. Atvinnulífið leitaði til Ragnheiðar og spurði hvort eitthvað í störfum tilnefninganefnda geti stuðlað að því að mál eins og Vítalíumálið komi síður upp, eða að við slíku máli sé frekar brugðist. Ragnheiður telur svo vera og bendir til dæmis á hvernig tilnefninganefndir geti aukið áherslu sína á því hvernig bakgrunnsmat á frambjóðendum til stjórnarsetu fer fram. „Í vinnu tilnefningarnefnda felst ítarleg skoðun á þekkingu, reynslu og hæfi viðkomandi einstaklings áður en tillaga er gerð að viðkomandi inn í stjórn. Þetta á bæði við um mat á einstaklingi sem hefur gefið kost á sér til stjórnarsetu sem og endurmat vegna einstaklings sem þegar situr í stjórn,“ segir Ragnheiður. Með þessari skoðun er verið að meta ýmsa hlutlæga þætti, til dæmis reynslu aðila af stjórnarsetu, stefnumótun, fjármálum, markaðsmálum og fleira. En einnig huglæga þætti eins og persónulega eiginleika, viðhorf og gildi. Sem dæmi um breytingar segir Ragnheiður að fyrir tveimur árum síðan, hafi tilnefninganefnd Sýnar farið í gegnum greiningu og endurskoðun á sínu eigin framboðsformi. Í kjölfarið var útbúið nýtt form þar sem settar voru fram ríkari kröfur um upplýsingaskil stjórnarframbjóðenda. Til dæmis varðandi fjárhagslegt hæfi og hagsmunatengsl. „En eins varðandi það hvort eitthvað í fortíð viðkomandi, fyrri starfa, hegðunar eða orðspors, gæti kastað rýrð á félagið,“ segir Ragnheiður og bætir við: Í þessari matsvinnu á frambjóðendum leggur nefndin okkar í dag því mikla áherslu á að skoða félags- og siðferðilegan þátt frambjóðanda, hvernig viðkomandi hafi komist af í samskiptum við aðra og hvort almennt fari gott orð af.“ Ragnheiður segir að auðvitað þýði þetta breytta verklag að ýmis flókin og jafnvel viðkvæm mál kunna að koma upp. „Við slíka greiningu koma klárlega upp þættir sem nefndir þurfa eða hafa þurft að taka til athugunnar, en alltaf þarf að greina vel hvernig og hvaðan upplýsingar koma, greina sannleiksgildi þeirra upplýsinga sem koma fram.“ En geta hluthafar komið sínum vangaveltum, óskum eða kröfum um breytingar á stjórnarmönnum eða samsetningu stjórna, til tilnefninganefnda? Já, því einn mikilvægur þáttur í vinnu tilnefningarnefnda er að eiga fundi með fulltrúum hluthafa. Tilgangur þeirra funda er að gefa fulltrúum tækifæri til að ræða stjórn og stjórnarsamsetningu viðkomandi félags, þau verkefni í rekstri félagsins sem stjórn hefur þurft að koma að árið á undan og þau verkefni sem stjórn hefði mögulega átt að koma að og gerði ekki.“ Ragnheiður mælir með því að tilnefninganefndir leggi aukna áherslu á bakgrunnsskoðun umsækjenda í stjórnir, meðal annars með orðspor frambjóðanda í huga og félags- og siðferðilegan þátt. Ragnheiður segir þessa vinnu geta þýtt að erfið eða viðkvæm mál koma upp, en þau eru þá rædd og upplýst snemma í ferlinu og áður en ákvörðun er tekin um stjórnarsetu.Vísir/Vilhelm Að mati Ragnheiðar getur það því verið ákveðið verkfæri fyrir hluthafa að tryggja að tilnefninganefnd stjórnar sé til staðar í félagi: Nefnd sem gert er að hlýða á vangaveltur eða álit hluthafa, til dæmis á framboðshæfi eða samsetningu stjórnar. En er þetta marktækt, eða bara enn ein nefndin sem þó breytir engu? Ragnheiður telur tilvist tilnefninganefnda vera af hinu góða. Ekki síst í ljósi þeirra mála sem til umræðu hafa verið í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva. Að hennar sögn ræða nefndarmenn og hluthafar til dæmis ítarlega um það hvað hluthöfum finnst vanta upp á varðandi þekkingu innan stjórnar. Eða hvort skugga hafi borið á stjórnarstarfinu. Ragnheiður segist ekki geta sagt til um það, hvernig störf allra tilnefninganefnda gengur fyrir sig. Vilji til góðra verka séu hins vegar til alls fyrst. Þó segir hún samhljóm á því hjá tilnefninganefndum almennt, að þangað geta hluthafar leitað. „Aðgangur fulltrúa hluthafa að tilnefningarnefndum er greitt og því geta hluthafar sem vilja setja fram ósk eða kröfu um breytingu á stjórnarsamsetningu fyrir aðalfundi, gert það með því að hafa samband við fulltrúa tilnefninganefnda.“ Tekið skal fram að Vísir er í eigu Sýnar hf. MeToo Kynferðisofbeldi Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim. 7. janúar 2022 16:01 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Meðal annars um það hverjir sitja í stjórnum og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem þar sitja. „Með þeirri vafasömu ákvörðun settu þau öll sjálfan sig að veði ef yfirhylmingin myndi ekki takast sem varð. Vera svo í þeirri stöðu að vera þvinguð til aðgerða,“ segir einn þeirra hluthafa sem hefur haft samband við Atvinnulífið í vikunni en vill ekki láta nafns síns getið. Viðkomandi er þó hluthafi í félagi sem meintir gerendur Vítalíu Lazarevu tengjast. Í Atvinnulífinu í þessari viku hefur verið fjallað um valdamikla gerendur og þeirri spurningu velt upp hvort ástæða sé til þess að stjórnir og hluthafahópar, til dæmis stærstu fyrirtækja landsins, skoði alvarlega hvernig hægt er að fyrirbyggja að mál sem þessi líðist og/eða hvernig bregðast skuli við þeim. Stjórnir í takt við samfélagið eða? „Maður er í þessum aðstæðum og frýs og segir ekkert. Svo horfi ég framan í þennan mann, sem ég mæti fyrir, og hann segir ekki neitt. Ég gerði ýmislegt held ég til að ganga í augun á honum. Hann er aðalkallinn þetta kvöld sem kemur með mig og ég geri ýmislegt þarna og leyfi ýmislegu að ganga á til að ganga í augun á honum,“ segir Vítalía Lazareva í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin konur þann 4.janúar síðastliðinn. Í kjölfar viðtalsins fór af stað hröð atburðarrás sem segja má sögulega fyrir íslenskt atvinnulíf. Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ sagði Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 um atburðarrásina. Viðbrögðin urðu þó ekki fyrr en rúmum tveimur mánuðum eftir að Vítalía sagði fyrst frá. Því í október hafði Vítalía sagt frá ofbeldinu í Instagramfærslu þar sem hún nafngreindi mennina og sagði þá vera Arnar Grant, Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Má Jóhannsson. Síðar bættist við nafn Loga Bergmanns. Allt þjóðþekktir menn á aldri við foreldra Vítalíu eða eldri. Stjórn Festu og stjórn Íseyjar skyr útflutnings hafa báðar staðfest að þær vissu af máli Vítalíu fyrir nokkru síðan. Og töldu það „alvarlegt.“ „Umrætt mál var litið mjög alvarlegum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst,“ segir meðal annars í tilkynningu frá stjórn Festu nú í janúar, um að starfsreglur stjórnar verði endurskoðaðar. „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings. En ekki nægilega alvarlegt mál til að aðhafast nokkuð. Stjórnir hafa reyndar alltaf leið til aðgerða því í viðtali Atvinnulífsins við Helgu Hlín Hákonardóttur, lögfræðings, stjórnarkonu og ráðgjafa um góða stjórnarhætti, sagði Helga Hlín meðal annars: „Við óvænt, vandasöm og flókin mál er stjórn ávallt ákvörðunarbær svo lengi sem mál heyrir undir hana. Taki starfsreglur stjórnar ekki á tilteknu máli, eða taki þær á máli á ófullnægjandi hátt, þá er stjórn ávallt í lófa lagið að breyta starfsreglum sínum eða ákveða að víkja frá þeim með formlegum og rökstuddum hætti, svo lengi sem vilji meirihluta stjórnar sé til þess,“ segir Helga Hlín. Og þá spyr fólk: Ef meirihluti stjórnar telur frásögn eins og Vítalíu ekki nægilega alvarlega til að aðhafast nokkuð fyrr en og/eða nema málin rati í fjölmiðla, hvaða fólk situr þá í stjórnum? Hægt að skoða enn betur hæfi og samsetningu stjórna Í dag eru tilnefninganefndir stjórna starfræktar hjá mörgum stærri félögum en fyrsta tilnefninganefndin sem sett var á laggirnar á Íslandi er tilnefninganefnd Sýnar hf. Það var fyrir átta árum síðan. Ragnheiður Sigríður Dagsdóttir hefur setið í þeirri nefnd frá upphafi en lætur af þeirri nefndarsetu innan fárra vikna. Atvinnulífið leitaði til Ragnheiðar og spurði hvort eitthvað í störfum tilnefninganefnda geti stuðlað að því að mál eins og Vítalíumálið komi síður upp, eða að við slíku máli sé frekar brugðist. Ragnheiður telur svo vera og bendir til dæmis á hvernig tilnefninganefndir geti aukið áherslu sína á því hvernig bakgrunnsmat á frambjóðendum til stjórnarsetu fer fram. „Í vinnu tilnefningarnefnda felst ítarleg skoðun á þekkingu, reynslu og hæfi viðkomandi einstaklings áður en tillaga er gerð að viðkomandi inn í stjórn. Þetta á bæði við um mat á einstaklingi sem hefur gefið kost á sér til stjórnarsetu sem og endurmat vegna einstaklings sem þegar situr í stjórn,“ segir Ragnheiður. Með þessari skoðun er verið að meta ýmsa hlutlæga þætti, til dæmis reynslu aðila af stjórnarsetu, stefnumótun, fjármálum, markaðsmálum og fleira. En einnig huglæga þætti eins og persónulega eiginleika, viðhorf og gildi. Sem dæmi um breytingar segir Ragnheiður að fyrir tveimur árum síðan, hafi tilnefninganefnd Sýnar farið í gegnum greiningu og endurskoðun á sínu eigin framboðsformi. Í kjölfarið var útbúið nýtt form þar sem settar voru fram ríkari kröfur um upplýsingaskil stjórnarframbjóðenda. Til dæmis varðandi fjárhagslegt hæfi og hagsmunatengsl. „En eins varðandi það hvort eitthvað í fortíð viðkomandi, fyrri starfa, hegðunar eða orðspors, gæti kastað rýrð á félagið,“ segir Ragnheiður og bætir við: Í þessari matsvinnu á frambjóðendum leggur nefndin okkar í dag því mikla áherslu á að skoða félags- og siðferðilegan þátt frambjóðanda, hvernig viðkomandi hafi komist af í samskiptum við aðra og hvort almennt fari gott orð af.“ Ragnheiður segir að auðvitað þýði þetta breytta verklag að ýmis flókin og jafnvel viðkvæm mál kunna að koma upp. „Við slíka greiningu koma klárlega upp þættir sem nefndir þurfa eða hafa þurft að taka til athugunnar, en alltaf þarf að greina vel hvernig og hvaðan upplýsingar koma, greina sannleiksgildi þeirra upplýsinga sem koma fram.“ En geta hluthafar komið sínum vangaveltum, óskum eða kröfum um breytingar á stjórnarmönnum eða samsetningu stjórna, til tilnefninganefnda? Já, því einn mikilvægur þáttur í vinnu tilnefningarnefnda er að eiga fundi með fulltrúum hluthafa. Tilgangur þeirra funda er að gefa fulltrúum tækifæri til að ræða stjórn og stjórnarsamsetningu viðkomandi félags, þau verkefni í rekstri félagsins sem stjórn hefur þurft að koma að árið á undan og þau verkefni sem stjórn hefði mögulega átt að koma að og gerði ekki.“ Ragnheiður mælir með því að tilnefninganefndir leggi aukna áherslu á bakgrunnsskoðun umsækjenda í stjórnir, meðal annars með orðspor frambjóðanda í huga og félags- og siðferðilegan þátt. Ragnheiður segir þessa vinnu geta þýtt að erfið eða viðkvæm mál koma upp, en þau eru þá rædd og upplýst snemma í ferlinu og áður en ákvörðun er tekin um stjórnarsetu.Vísir/Vilhelm Að mati Ragnheiðar getur það því verið ákveðið verkfæri fyrir hluthafa að tryggja að tilnefninganefnd stjórnar sé til staðar í félagi: Nefnd sem gert er að hlýða á vangaveltur eða álit hluthafa, til dæmis á framboðshæfi eða samsetningu stjórnar. En er þetta marktækt, eða bara enn ein nefndin sem þó breytir engu? Ragnheiður telur tilvist tilnefninganefnda vera af hinu góða. Ekki síst í ljósi þeirra mála sem til umræðu hafa verið í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva. Að hennar sögn ræða nefndarmenn og hluthafar til dæmis ítarlega um það hvað hluthöfum finnst vanta upp á varðandi þekkingu innan stjórnar. Eða hvort skugga hafi borið á stjórnarstarfinu. Ragnheiður segist ekki geta sagt til um það, hvernig störf allra tilnefninganefnda gengur fyrir sig. Vilji til góðra verka séu hins vegar til alls fyrst. Þó segir hún samhljóm á því hjá tilnefninganefndum almennt, að þangað geta hluthafar leitað. „Aðgangur fulltrúa hluthafa að tilnefningarnefndum er greitt og því geta hluthafar sem vilja setja fram ósk eða kröfu um breytingu á stjórnarsamsetningu fyrir aðalfundi, gert það með því að hafa samband við fulltrúa tilnefninganefnda.“ Tekið skal fram að Vísir er í eigu Sýnar hf.
MeToo Kynferðisofbeldi Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim. 7. janúar 2022 16:01 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49
„Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim. 7. janúar 2022 16:01
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29